Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Þorsteinn Cameron opnar í Ramskram 02.06’18

$
0
0

Þann 2. júní opnar Þorsteinn Cameron sýningu sína Línur fyrir lönd í gallerý Ramskram Njálsgötu 49 101 Reykjavík, sýningin kemur til með að standa til 8. júlí.

 
Þorsteinn kemur til landsins 27. maí en hann leggur stund á masters nám í ljósmyndun við Photography Studies College í Melbourne, Ástralíu.
 
Þorsteinn hlaut nú í janúar styrk úr Minningarsjóði Magnúsar Ólafssonar ljósmyndara (1862-1937)

Ljósmyndasýning og bókaútgáfa Línur fyrir lönd / Lines for these lands í RamSkram 02.06-05.07.

Lines for these lands / Línur fyrir lönd er afrakstur verkefnis sem ég vann sumarið 2017. Eftir að hafa starfað víðsvegar á jöklum landsins undanfarin ár sem leiðsögumaður langaði mig til að gera þeim skil á nýjan máta. Ég slóst því í för með meðlimum Jöklarannsóknarfélags Íslands í mælingarferðir á Langjökul og Vatnajökul. Jöklar eru á hverfanda hveli og því vinna vísindamenn og sjálfboðaliðar hörðum höndum við það að skrásetja og rannsaka jökla enda er enn margt óljóst um eðli þeirra.

Titill verksins vísar í þá tilhneigingu mannsins að kortleggja og túlka náttúruna. Fyrr á tímum voru óhljóð og hreyfingar jökla útskýrðar með hinum ýmsu furðusögum en nú á tímum upplýsinga og tækni þá höfum við skipt út tröllasögum og hjátrú fyrir mælingar og líkön. Í myndunum mínum reyni ég að varpa ljósi á það vandasama ferli að gefa náttúrunni merkingu og að skapa þekkingu í beinum og óbeinum átökum við landslagið.

Ljósmyndirnar skrásetja starf nútíma landkönnuða, aðferðir þeirra, tækni og samfélag. Í höndum vísindanna umbreytist hvít auðn jökulsins í rannsóknarstofu þar sem allt er kyrfilega kortlagt, vigtað og mælt. Þessi þrotlausa handavinna er unnin í nánu og einlægu samsstarfi mælitækja og manna. Skilningur okkar á hinum náttúrulega heimi er því samstíga tækniþróun. Mælitækin eru eins og framlenging á skynfærum vísindamanna og leika lykilhlutverk í þekkingu okkar á umheiminum.

Lines for these lands / Línur fyrir lönd er fyrsta einkasýning Þorsteins á Íslandi. Þorsteinn útskrifaðist með BA gráðu í ljósmyndun við London College of Communicatons árið 2014. Síðan þá hefur hann unnið sem fjalla- og jöklaleiðsögumaður hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum. Í febrúar hóf hann MA nám í ljósmyndun við Photography Studies College í Melbourne, Ástralíu. Verkefnið verður einnig hluti af samsýningunni Archeology for the Anthropocene í Verksmiðjunni á Hjalteyri frá 17.06.-22.07.

 

The post Þorsteinn Cameron opnar í Ramskram 02.06’18 appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356