ABC Klubhuis býður til myndlistar veislu: WEEKEND MET ABC
í De Studio – sem jafnframt er miðstöð Antwerpen Artweekend og fer fram daganna 25-27. maí.
ABC Klubhuis var boðið halda sýningu og lokahóf hátíðarinnar sem er árlegur viðburður í Antwerpen. Í þessu sögulega húsi þar sem sjálfur Winston Churchill og Pieter Paul Rubens lögðu leið sína fyrr á öldum, en er nú er orðið þekkt undir nafninu De Studio, mun kenna ýmissa grasa: 25 myndlistarmenn sýna verk sín, minjagripi í takmörkuðu upplagi, ásamt seiðmagnaðri ABC matargerðarlist sem kitlar bæði sjón- og bragðlauka!
Nú er um að gera að skutla sandölum ofan í
tösku og skella sér til Flæmingjalands!
Bestu kveðjur,
ABC Klubhuis
The post ABC Klubhuis býður til myndlistar veislu: WEEKEND MET ABC appeared first on sím.