Laugardaginn 19. maí kl. 16 opnar Unndór Egill Jónsson sýninguna SPÝTU BREGÐUR í Úthverfu á Ísafirði.
Á gresjum Afríku heyrist grunnsamlegt þrusk og antilópunar snúa allar snöggt við og sperra eyrun í átt að hljóðinu. Þeim bregður og þær verða samstundis hræddar um líf sitt og þá um leið meðvitaðari um tilvist sína sem aldrei fyrr. En er hægt að bregað meðvitund inn í gamla spýtu? Á sýningunni má sjá vél sem með ákveðnu millibili skapar andartak þar sem spýtu bregður. Með því að bregða henni ítrekað með taktföstu millibili leitast listamaðurinn við að bregða meðvitund inn í spýtuna. Spurningin er hvort það sé jafnvel orðið of seint, líkt og fyrir eina ólukkans antílópu á gresjum Afríku.
Unndór Egill Jónsson (f. 1978) útskrifaðist með BA-gráðu frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2008 og lauk síðan MFA-námi frá Valand School of Art í Gautaborg árið 2011. Undanfarin ár hefur hann sýnt bæði á Íslandi og erlendis, þar má nefna Momentum Design í Moss Noregi; Ríki, flóra, fána, fábúla í Listasafni Reykjavíkur, By Waters í Helsinki, Tammesari í Finnlandi og Tendenser 2018 – Give it time í Galleri F 15 í Moss, Noregi. Árið 2017 sá Unndór um sýningarrýmið Harbinger í Reykjavík í samstarfi við myndlistarkonuna Unu Margréti Árnadóttir. Unndór býr og starfar í Reykjavík.
Vertu velkomin á opnun Sýndarrýmisins, sýningu Freyju Eilífar í Gallerí Úthverfu laugardaginn 31. mars kl. 16:00. Léttar veitingar í boði.
Sýningin stendur til 29. apríl.
Sýning Unndórs stendur til sunnudagsins 10. júní 2018.
Uppbyggingarsjóður Vestfjarða og Ísafjarðarbær styrkja rekstur Gallerís Úthverfu.
The post Spýtu bregður – opnun appeared first on sím.