(english below)
Föstudaginn 24. febrúar kl. 13 mun Bjarki Bragason halda opinn fyrirlestur um verk sín og vinnuaðferðir í fyrirlestrarsal myndlistardeildar að Laugarnesvegi 91.
Í verkum sínum fjallar Bjarki um árekstra í tímaskölum og hugmyndafræði, og rekur frásagnir í gegnum fornleifafræðilega nálgun við staði og hluti sem bera viðfangsefninu vitni. Á undanförnum árum hefur hann rannsakað og velt fyrir sér áþreifanlegum hlutum þar sem breytingar og byltingar eiga sér stað, og skoðar gjarnan samskeyti þar sem kerfi umbreytast. Samfélagsleg átök um sögulegar frásagnir, upplifun einstaklinga á pólitískum valdakerfum og birtingarmyndir hugmyndafræði í byggðum rýmum birtist í gegn um brotakenndar frásagnir og hluti, úr byggðu og náttúrulegu umhverfi, sem Bjarki grefur upp og skoðar. Í fyrirlestrinum mun Bjarki varpa ljósi á hlutverk frásagnar í verkum sínum, hvernig hann nálgast brot af stöðum til þess að rannsaka stærra samhengi atburða ásamt hlutverki og blöndunar á tilviljun og ásetningi í samtali og rannsóknarvinnu.
Bjarki Bragason lærði myndlist við Listaháskóla Íslands, Universität der Künste í Berlín, og lauk framhaldsnámi frá California Institute of the Arts, CalArts, í Los Angeles árið 2010. Hann hefur hlotið styrki og viðurkenningar m.a. úr Styrktarsjóði Guðmundu Andrésdóttur, Listasjóði Dungal og Lovelace Sjóðnum við CalArts. Á undanförnum árum hefur Bjarki stundað rannsóknir við stofnanir og sjálfstætt sem hluta af listamannadvölum, m.a. við Bundeskanzleramt í Vínarborg, HIAP í Helsinki, við Bauhaus skjalasafnið í Berlín og sem hluti af rannsóknarteymum jarðvísindamanna á Grænlandsjökli. Á meðal nýlegra samsýninga Bjarka eru RÍKI: Flóra, Fána, Fabúla, í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur, Infrastructure of Climate í Human Resources, Los Angeles, Infinite Next í Nýlistasafninu, Imagine the Present í St. Paul Street Gallery við Auckland University of Technology. Nýlegar einkasýningar eru The Sea, sýning og rannsóknarverkefni við Schildt Sjóðinn í Tammisaari, Past Understandings við Kunsthistorisches Museum og Desire Ruin við Naturhistorisches Museum í Vínarborg. Bjarki hefur stýrt ýmsum sýningum og verkefnum sem fjalla um myndlist í almenningsrými, og hann rekur lítið gallerí, Ca. 1715, í síð-barrokk skáp á heimili sínu. Bjarki tók við stöðu lektors og fagstjóra bakkalárnáms við myndlistardeild Listaháskóla Íslands haustið 2016.
Hamskipti er yfirskrift fyrirlestrarraðar í myndlistardeild Listaháskóla Íslands nú á vorönn. Mikil endurnýjun hefur orðið meðal fastráðinna kennara deildarinnar að undanförnu, en alls tóku 5 nýjir háskólakennarar til starfa við deildina á haustmánuðum 2016. Þau eru Ólöf Nordal, (sem hélt opinn fyrirlestur í nóvember 2016), Carl Boutard, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Bjarki Bragason og Hildur Bjarnadóttir. Auk þess sem nýr deildarforseti, Sigrún Inga Hrólfsdóttir tók til starfa 1. mars 2016. Á fyrirlestrunum kynna kennararnir viðfangsefni sín og rannsóknir innan myndlistar, sem stuðlar að ríkara samtali um myndlist og mismunandi nálganir, innan deildarinnar og í fagsamfélaginu.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Mynd: c. Leifur Vilberg Orrason
On Friday the 24th of February at 13:00 an open lecture by Bjarki Bragason will be held at the department of fine art, Laugarnesvegur 91.
In his work, Bjarki often discusses collisions of time scales and ideology, and traces histories through his archaeological approach to places and objects. In the recent years he has researched and studied physical sites where changes and revoltions take place, and looks at the intersections at which systems change. Bjarki’s work looks at societal struggle around historical narratives, the experience of individuals within political power systems and the manifestations of ideology in built spaces. In his talk, Bjarki will discuss how these ideas appear in fragments and through the physical uncovering of objects, along with the crossover between intention and coincidence in his conversation methods and research practice.
Bjarki Bragason studied at the Iceland Academy of the Arts, Universität der Künste in Berlin and completed his graduate studies at the California Institute of the Arts, Los Angeles, in 2010. He has recieved awards and scholarships from the Guðmunda Andrésdóttir memorial fund, the Dungal Art Fund and from the Lovelace Fund at CalArts. Recently, Bjarki has worked on research projects at institutions and residency programs such as the Bundeskanzleramt in Vienna, at the Bauhaus Archives in Berlin, HIAP in Helsinki and as part of geological expeditions to the Greenland icecap. Recent group exhibitions include KINGDOM: Flora, Fauna, Fable at the Reykjavik Art Museum, Infrastructure of Climate at Human Resources, Los Angeles, Inifinite Next at the Living Art Museum and Imagine the Present at the St. Paul Street Gallery at the Auckland University of Technology, New Zealand. Recent solo exhibitions include The Sea, a exhibition and research project at the Schildt Foundation, Past Understandings at the Vienna Art History Museum, and Desire Ruin at the Vienna Museum of Natural History. Bjarki runs a curatorial project, Ca. 1715, out of a late-baroque cabinet in his apartment. Since autumn 2016 Bjarki is an assistant professor and BA programme director at the fine art department of the Iceland Academy of the Arts.
Metamorphosis is the caption for a series of lectures held at the department of Fine Art at the Iceland Academy of the Arts this spring. Lately there has been a renewal at the department with five new teachers joining in the fall of 2016.
They are: Ólöf Nordal (that had an open lecture in November 2016), Carl Boutard, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Bjarki Bragason and Hildur Bjarnadóttir. Additionally, since March 1st 2016, Sigrún Inga Hrólfsdóttir has held the position of dean at the department. In the lectures, teachers will introduce subjects and research in their practice, which contributes to the conversation about different approaches in fine art in within the department and in the cultural environment.
The lecture will be held in english and is free of charge.
The post Hamskipti: Bjarki Bragason – opinn fyrirlestur í LHÍ appeared first on sím.