(English below)
Safnanótt í Gerðarsafni
Pylsupartý, bíókvöld, sýningarstjóraspjall og teiknileikurinn KvikStik
Föstudag, 3. febrúar kl. 18-23
Safnanótt verður haldin föstudagskvöldið 3. febrúar en þá opna fjölmörg söfn á höfuðborgarsvæðinu dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá frá klukkan 18:00 til kl 23.00. Lögð verður áhersla á að bjóða upp á óhefðbundna viðburði þetta kvöld og í tilefni sýningarinnar NORMIÐ ER NÝ FRAMÚRSTEFNA verður hversdagleikinn í forgrunni í dagskrá Gerðarsafns á Safnanótt. Gestir eru hvattir til „láta eins og heima hjá sér“, hangsa með listaverkum, leika sér saman, borða mat og glápa á bíómyndir.
//
Museum Night in Gerðarsafn
Museum Night will be held Friday 3 February where museums offer an evening program for guests.
Teiknileikurinn KvikStrik fyrir alla
kl. 18 / kl. 19 / kl. 20
Teiknileikurinn KvikStrik fer fram í Stúdíói Gerðar þar sem við teiknum og höngsum með listaverkunum á safninu. Leikurinn hentar öllum – ungum sem öldnum. Boðið verður upp á teiknileikinn á heila tímanum kl. 18 / kl. 19 / kl. 20. Þá mun höfundur leiksins KvikStrik, myndlistarkonan Edda Mac, kynna leikinn fyrir gestum og hefja teiknileikinn í sýningunni NORMIÐ ER NÝ FRAMÚRSTEFNA.
_____________________________
Join us for the drawing game Quick Lines where we draw and hang out with the art works of the museum.
Sýningarstjóraspjall
kl. 21:00-22:00
Heiðar Kári Rannversson spjallar við gesti og gangandi um sýninguna NORMIÐ ER NÝ FRAMÚRSTEFNA, sem fjallar um það óvenjulega venjulega í íslenskri samtímalist. Á sýningunni eru verk ellefu listamanna sem eiga það sameiginlegt að vinna verk sem verða til úr efni og aðstæðum hversdagsins.
_____________________________
Heiðar Kári Rannversson talks with guests about the exhibition NORMALITY IS THE NEW AVANT-GARDE, which takes on the extraordinarily ordinary in Icelandic contemporary art.
Næntís bíó
kl. 18:00-23:00
Gerðarsafn og Bíó Paradís bjóða upp á „næntís“ kvikmyndadagskrá í tengslum við sýninguna NORMIÐ ER NÝ FRAMÚRSTEFNA. Popp og veigar eru seldar í Garðskálanum í Gerðarsafni.
18:00 Wayne’s World
20:00 Reality Bites
22:00 The Craft
_____________________________
Gerðarsafn and Bíó Paradís art-house cinema invite you to a nineties movie night at Gerðarsafn in relation to the exhibition NORMALITY IS THE NEW AVANT-GARDE.
Pylsupartý í Garðskálanum
kl. 18:00-23:00
Ægir og Íris í Garðskálanum eru með heimilislega stemmingu og bjóða upp á óvenjulegt úrval af pylsum í tilefni Safnanætur. Hamingjustund hefst kl. 17:00.
_____________________________
Ægir and Íris at Garðskálanum offer a menu of unusual hot dogs in honor of Museum Night.
DeCore (Doríon) í Kópavogskirkju
Föstudag, 3. febrúar kl. 18:30-23:00
Listaverki Doddu Maggýjar DeCore (Doríon), 2017 verður varpað á Kópavogskirkju og í kjölfarið verður friðarstund með tónlistarhópnum Umbru í kirkjunni en einnig leikur organisti Kópavogskirkju Lenka Matéova á orgelið.
Viðburðurinn markar upphaf söfnunarátaks vegna viðgerða á gluggum kirkjunnar en steint glerið er verk Gerðar Helgadóttur. Verkið er ný útgáfa af verkinu Doríon, sem unnið til heiðurs Gerði Helgadóttur fyrir sýninguna Birtingu 2015.
_____________________________
The artworks of Dodda Maggý will be projected onto the outer walls of Kópavogskirkja, followed by a peaceful performance by music group Umbra, accompanied by organist Lenka Matéova.
The post Safnanótt í Gerðarsafni Pylsupartý, bíókvöld, sýningarstjóraspjall og teiknileikurinn KvikStik appeared first on sím.