Heimsókn í Hulduhóla
Sunnudaginn 31. janúar kl. 14: 00—16:30
Viðburður á vegum Hönnunarsafns Íslands
Sunnudaginn 31. janúar kl. 14—16:30 verður opið hús að Hulduhólum í Mosfellsbæ.
Þar gefst gestum meðal annars kostur á að njóta leiðsagnar um listhúsið og heimili Steinunnar Marteinsdóttur og vinnustofu.
Opna húsið er hluti af fræðsludagskrá Hönnunarsafns Íslands í tilefni af sýningunni Ísland er svo keramískt.
Allir velkomnir!
Ísland er svo keramískt – yfirlitssýning á verkum Steinunnar Marteinsdóttir
(9.1. — 28. 2. 2016)
Á sýningunni, sem hlotið hefur afar góðar viðtökur, er m..a. hægt að sjá viðtal við Steinunni sem tekið er á Hulduhólum. Sýningin stendur fram til loka febrúar.
Nánari upplýsingar um sýninguna og viðburði tengda henni er hægt að nálgast á heimasíðu safnsins eða á facebook síðu safnsins.
The post Ísland er svo keramískt – yfirlitssýning á verkum Steinunnar Marteinsdóttir appeared first on sím.