Nú stendur yfir í Listasafni ASÍ sýning á verkum Huldu Vilhjálmsdóttur og Mörtu Maríu J‘onsdóttur en sýninguna nefna þær Roði, strokur, andrá.
Sýningin samanstendur af nýjum málverkum og teikningum. Verkin eru margs konar: Ágeng, kvenleg, glaðleg, fíngerð, berskjölduð, nostalgísk, ljóðræn, einlæg, vísindaleg, barnsleg. Einnig fléttast inn: Heimspeki, bókmenntir, táknfræði, náttúrufræði, jarðfræði, geometría, formfræði og litafræði. Verkin eru full af gleði og leik, í leit að jafnvægi og fegurð. Listamennirnir hafa áhuga á yfirborðinu og því sem býr undir. Verkin varpa fram spurningum um kynjapólitík og málverkið og litir skipa þar stóran sess og tengja þau. Hulda og Marta María takast á við málverkið hvor á sinn persónulega hátt
The post Roði, strokur, andrá – Hulda Vilhjálmsdóttir og Marta María Jónsdóttir appeared first on sím.