Himingeimurinn: Kvöldopnun í Ásmundarsafni
Fimmtudaginn 28. janúar kl. 18-20
Fimmtudaginn 28. janúar verður síðasta kvöldopnun Ásmundarsafns í mánuðinum. Í kúlunni verður boðið upp á fræðslu um himingeiminn en henni hefur verið breytt í stjörnuver í tengslum við sýninguna Geimþrá. Frímann Kjerúlf Björnsson, myndlistarmaður og eðlisfræðingur, fræðir gesti um hin ýmsu fyrirbæri geimsins. Dagskráin hefst kl. 18 og stendur til kl. 20.
Ásmundarsafn hefur verið opið til kl. 20 á fimmtudögum í janúar þar sem boðið hefur verið upp á skemmtilega viðburði fyrir alla fjölskylduna. Sýningin Geimþrá hefur hlotið frábærar viðtökur og var á lista Morgunblaðsins yfir fimm bestu sýningar ársins 2015.
Aðgangseyrir á safnið er kr. 1.500, ókeypis fyrir 18 ára og yngri. Menningarkorthafar geta boðið vini með sér í Ásmundarsafn endurgjaldslaust í janúar.
Evening opening at Ásmundarsafn in January
Thursday 28 January at 6-8 p.m.
The last evening opening in January will be held on Thursday the 28th at Ásmundarsafn. Workshop on outer space will be held in the dome and in connection with the exhibition Yearning for Space now on view at Ásmundarsafn.
Ásmundarsafn is open from 1–8 p.m. every Thursday in January. The museum is open from 1–5 p.m. all other days.
The workshop takes place from 6-8 p.m. Free with admission.
The post Himingeimurinn: Kvöldopnun í Ásmundarsafni appeared first on sím.