Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Ljósmyndasafn Reykjavíkur – Borgarsögusafn: Sýningarspjall um Myndir ársins 2020

$
0
0

Sýningarspjall um Myndir ársins 2020

Ljósmyndasafn Reykjavíkur kl. 14 sunnudaginn 28. febrúar 2021

Sýningin Myndir ársins 2020 stendur yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur til loka febrúar. Í tilefni af sýningunni munu nokkrir verðlaunahafar ársins 2020 segja frá myndum sínum í safninum sunnudaginn 28. febrúar n.k. kl. 14.

Þeir ljósmyndarar sem munu leiða spjallið eru Þorkell Þorkelsson sem á mynd ársins og myndaröð ársins; Kjartan Þorbjörnsson (Golli) sem á bestu portrettmynd ársins; og Kristinn Magnússon sem hlaut verðlaun fyrir fréttamynd ársins og bestu tímaritamynd ársins.

Blaðaljósmyndarafélag Íslands stendur árlega fyrir sýningu á myndum ársins sem valdar eru af óháðri dómnefnd úr öllum innsendum myndum íslenskra blaðaljósmyndara.

Sunnudagurinn 28. febrúar er jafnframt síðasti sýningardagur. Bók með öllum myndum sýningarinnar fæst í safnbúð Ljósmyndasafns Reykjavíkur.

Viðburðurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir og fjöldi gesta takmarkast við 50. Reglum um fjöldatakmarkanir er framfylgt með talningu gesta.

Aðgangur á viðburðinn er ókeypis.

The post Ljósmyndasafn Reykjavíkur – Borgarsögusafn: Sýningarspjall um Myndir ársins 2020 appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356