Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Hamingjuóskir frá SÍM

$
0
0

Samband íslenskra myndlistarmanna – SÍM óskar handhöfum Íslensku myndlistarverðlaunanna 2021 innilega til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu.
Myndlistarráð stendur fyrir íslensku myndlistarverðlaununum. Afhending verðlaunanna fór fram í Listasafni Íslands fimmtudaginn 25. febrúar, og afhenti Lilja Dögg Alfreðsdóttir Menningar- og menntamálaráðherra, verðlaun fyrir  Myndlistarmann ársins 2021 og einnig Hvatningarverðlaun ársins 2021.


Myndlistarmaður ársins:   Libia Castro (f. 1970) og Ólafur Ólafsson (f. 1973) hljóta  Íslensku myndlistarverðlaunanna 2021 fyrir verkið Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland sem fór fram í Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús og á götum úti við Stjórnarráð og Alþingi Íslands þann 3. okt. 2020 í samstarfi við tónlistar- og myndlistarhátíðina Cycle og Listahátíð í Reykjavík undir sýningarstjórn Guðnýjar Guðmundsdóttur og Sunna Ástþórsdóttur

Hvatningarverðlaun ársins: Una Björg Magnúsdóttir (f. 1990) hlýtur Hvatningarverðlauna ársins fyrir sýninguna Mannfjöldi hverfur sporlaust um stund, D40, í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi.
Una Björg Magnúsdóttir, myndlistarmaður, tók í dag við hvatnignarverðlaunum ársins úr hendi Lilju Daggar Alfreðsdóttur Menningar- og menntamálaráðherra, fyrir sýningu sína Mannfjöldi hverfur sporlaust um stund sem var fertugasta sýningin í D-salar röð Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi

Formaður Myndlistarráðs Helgi Þorgils Friðjónsson afhenti heiðursviðurkenningu fyrir farsælt og gjöfult starf í þágu myndlistar sem Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá hlýtur

Viðurkenningu fyrir útgáfu á sviði Myndlistar, hlýtur Listasafn Reykjavíkur fyrir röð veglegra sýningaskráa sem gefnar hafa verið út í tilefni yfirlitssýninga á verkum listamanna sem hafa á heilsteyptum ferli sínum skilað markverðu framlagi til þróunar íslenskrar listasögu.

Við sendum einnig hamingjuóskir til þeirra listamanna sem hlutu tilnefningu til verðlauna, en það eru:

Tilnefnd til Myndlistarmanns ársins 2021:
Haraldur Jónsson fyrir sýninguna Ljósavél í gallerí Berg Contemporary.
Margrét H. Blöndal fyrir sýninguna Loftleikur í i8 Gallerí,
Selma Hreggviðsdóttir og Sirra Sigrún Sigurðardóttir fyrir sýninguna Ljósvaki í gallerí Berg Contemporary

Tilnefnd til hvatningarverðlauna ársins 2021:
Andreas Brunner fyrir sýninguna, Ekki brotlent enn, D41, í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi.
Guðlaug Mía Eyþórsdóttir fyrir sýninguna Milli hluta í Listasal Mosfellsbæjar.

Með kveðju

Samband íslenskra myndlistarmanna SÍM


The post Hamingjuóskir frá SÍM appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356