Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Reykjavíkurborg: Skapandi verkefni í húsnæði borgarinnar

$
0
0

Reykjavíkurborg býður húsnæði til leigu í Gufunesi, Bryggjuhverfi og Skerjafirði fyrir áhugaverð skapandi verkefni.  Til ráðstöfunar eru rúmlega 9 þús. fermetrar sem ætlunin er að nýta sem hluta af viðspyrnu vegna erfiðs efnahagsástands í kjölfar covid-19 faraldursins og eru ekki í notkun í dag eða eru að losna.  

Skoðunarferðir um húsakynni verða miðvikudaginn 10. júní.

Vinsamlega skráið þátttöku í skoðunarferð á viðkomandi Facebook viðburði:

Hverjir geta fengið húsnæði? 

Við val á starfsemi í húsin verður sérstök áhersla lögð á skapandi greinar, að byggja upp og efla nýjar atvinnugreinar og samfélagsleg verkefni. Leitast verður eftir því að starfsemin falli vel að nærumhverfinu og gæði það lífi.  Kvikmyndagerð og starfsemi henni tengd hefur byggst upp í Gufunesi á síðustu árum og önnur listsköpun hefur einnig fest þar rætur.   Vinnuhópur Reykjavíkurborgar metur umsóknir og velur samstarfsaðila.  Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að fara í samstarf við hvaða umsækjanda sem er byggt á mati vinnuhópsins eða hafna öllum. 

Hvernig sæki ég um húsnæði?  

Þú fyllir út þetta umsóknareyðublað. Vistaðu það á þína tölvu og sendu síðan sem viðhengi á netfangið skapandi@reykjavik.is. Umsóknarfrestur er til og með 22. júní 2020. 

Hvar finn ég nánari upplýsingar um húsnæðið?  

Hér finnur þú nánari upplýsingar um það húsnæði sem til leigu er:  

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar

The post Reykjavíkurborg: Skapandi verkefni í húsnæði borgarinnar appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356