Ég hef misst sjónar af þér
Safnaðarheimili Neskirkju og gömlu Loftskeytastöðinni til 23. febrúar 2020
Þessa síðustu sýningarviku verður sýningin opin:
virka daga 9-15
laugardaginn 22. febrúar kl. 13 – 16 – ég mun sitja yfir – verið velkomin í kaffi!
sunnudaginn 23. febrúar 11-14 – listamaðurinn viðstaddur
Ljósaverk á Loftskeytastöð má sjá utanhúss á öllum tímum en nýtur sín best í myrkri.
Á sýningunni gerir Anna Júlía samband manns og náttúru að viðfangsefni sínu og sækir efnivið í andstæða póla; annarsvegar í hinn tilbúna, manngerða heim, og hinsvegar í náttúrulegt lífríki sjávar. Verkin byggja öll á alþjóðlega stöðluðum merjum í Morse-kóða sem birtist í steintöflum í ljósaseríum í gluggum og utanhúss. Þannig seilist sýningin út í almannarýmið og tengir saman tvær opinberar stofnanir í næsta nágrenni við hvor aðra: Safnaðarheimili Neskirkju (miðstöð hins andlega), og Náttúruminjasafn Íslands (varðveislustofnun hins náttúrulega).
Sýningin er gerð í samstarfi við Náttúruminjasafn Íslands og styrkt af Myndlistarsjóði. Sýningarstjóri Ólöf Gerður Sigfúsdóttir

The post Ég hef misst sjónar af þér – síðasta sýningarvika appeared first on sím.