Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

TORG Listamessa í Reykjavík 2020 – Opið fyrir umsóknir

$
0
0

TORG – Listamessa í Reykjavík verður haldin í þriðja sinn dagana 2. – 4. október 2020.

Sem fyrr verður TORGið haldið á Korpúlfsstöðum og stendur öllum félagsmönnum SÍM til boða að senda inn umsókn.  

TORG – Listamessa í Reykjavík er hugsuð sem vettvangur fyrir listamenn til að kynna sína myndlist og selja hana, án aðkomu milliliða og um leið veita áhugafólki um íslenska myndlist tækifæri til að fjárfesta í myndlist beint af listamanninum.

Líkt og á Listamessunni 2019 verður boðið upp á að leigja þar til gerða sýningarbása, sem samsettir eru úr hvítum þiljum. Hvert þil er um það bil 1m á breidd og um 2,30 – 2,50m á hæð. Listamenn mega að sjálfsögðu vera einir með bás, en einnig er í boði að tveir eða fleiri taki sig saman og deili sýningarrými. Eina skilyrðið er að allir þátttakendur séu fullgildir félagsmenn í SÍM.

Ljóst er að aldrei verður hægt að uppfylla óskir allra umsækjenda um stærð og lögun bása, en mikilvægt er að í umsókn komi fram óskir um stærð báss.

Vegna fjölda umsókna á síðastliðnu ári mun sérstök sýningarnefnd TORGsins fara yfir umsóknir um þátttöku og útdeila sýningarrýmum.

Samþykki sýningarnefnd þátttöku þína, færð þú sendan tölvupóst með upplýsingum um staðfestingargjald, sem í ár verður 15.000 kr., sem verður óendurgreiðanlegt (e. Non refundable). Öllum umsóknum verður svarað.

Eins og á síðasta ári munum við útbúa auglýsingaefni og sýningarskrá fyrir TORGið og því mikilvægt að allir sem hafa hug á að taka þátt séu skráðir. Einnig verður stefnt að því að ráða sérstakan kynningarfulltrúa TORGsins.

SÍM mun, eftir sem áður, bjóða upp á greiðslusamninga við kaup á listaverki sem gera kaupanda kleift að greiða listaverk með jöfnum, vaxtalausum mánaðargreiðslum í allt að 36 mánuði. Slíkan samning má aðeins gera fyrir verk sem kosta að hámarki 500.000kr, en með þessum hætti aukast möguleikar á viðskiptum milli kaupanda og listamanna.

Torg – Listamessa í Reykjavík 2019 heppnaðist einstaklega vel og voru umsagnir þátttakenda og gesta mjög jákvæðar. Hátt í 100 félagsmenn SÍM tóku þátt í TORGinu á síðasta ári og sóttu um það bil 12.000 manns Listamessuna heim. Sala á listaverkum fór fram úr björtustu vonum og hefur sú kynning sem hlaust af listamessunni, í einhverjum tilfellum, leitt til áframhaldandi aukningar viðskipta.

Við hvetjum ykkur öll til að senda inn umsókn.

Umsókn má fylla út hér: https://forms.gle/fvi2TxCTXV7Gv7G4A

Umsóknarfrestur er til miðnættis sunnudaginn 8.mars 2020

The post TORG Listamessa í Reykjavík 2020 – Opið fyrir umsóknir appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356