
Mig langar til að bjóða þér á opnun sýningar minnar Underground solution í Núllinu, Bankastræti 0 næstkomandi fimmtudag kl 17-20.
Léttar veitingar verða í boði Hlakka til að sjá ykkur!
Underground solution – Innsetning í Núllinu, Bankastræti 0
13.2.2020 – 16.2.20208
Framtíð mannkynsins er óráðin og gæti verið að framtíðarloftslagsbreytingar kalli á nýjar lausnir fyrir hvernig við lifum, hvort sem að það verði neðanjarðar eða út í geimi.
Underground solution er eins konar neðanjarðarsólarklukka sem tikkar jafnt og þétt með litabreytingum. Innsetningin er mín lausn á ljósbreytingum sólarinnar og fegurð þeirra neðanjarðar þar sem að sólin nær ekki að skína.
Opnunartímar:
Fim 17-20
Fös 16-20
Lau 13-18
Sun 13-16
Þórdís Erla Zoëga er myndlistarkona búsett á Íslandi. Hún er með BFA gráðu úr Audio Visual deild Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam þar sem hún stundaði nám á árunum 2008-2012. Árið 2017 útskrifaðist hún með diplómu í Vefþróun úr Vefskólanum.
Hún hefur sýnt víða t.a.m. í Amsterdam, Stokkhólmi, Berlín, Basel og Tékklandi.
Á Íslandi hefur hún gert verk fyrir Listahátíð í Reykjavík, Gerðarsafn og sýnt í D-sal Hafnarhússins. Hún var tilnefnd til Grímunnar árið 2016 fyrir Búninga ársins í verkinu Dada Dans sem var unnið í samvinnu við Íslenska Dansflokkinn.
Þórdís gerir verk í hinum ýmsu miðlum sem eru spunnin út frá nánd, symmetríu og jafnvægi.
Núllið er nýtt sýninga- og verkefnarými í/undir Bankastræti 0 í miðbæ Reykjavíkur. Með því vill Núllið koma til móts við íslenska listamenn og hönnuði varðandi skort á sýningarhúsnæði og bjóða upp á vettvang fyrir sýningar í þeim tilgangi að styrkja og styðja við íslenskan lista- og menningarheim.
The post Þórdís Erla Zoëga sýnir Underground solution í Núllinu 13.02-16.02 appeared first on sím.