Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Myndlystarsýning í Galleri Farsund, Noregi – Marit Gade Hallbeck sýningaropnun 8. febrúar kl. 12 – 17

$
0
0

Marit Gade Hallbeck er fædd 1964 í Tromsö í Norður Noregi. Hún hefur búið á Íslandi um árabil en býr nú í Sandefjord í suður Noregi. Marit hefur verið með mynlistasýningar í Noregi, Englandi og á Íslandi.

„Ég vinn aðallega með ólíumálverk sem tjáningarform en hef einnig í seinni tíð unnið með collage og teikningar. Málverkin mín fjalla um landslag og náttúrulýsingar þar sem ég er. Það er mikilvægt fyrir mig að lýsa ljósinu, myrkrinu og árstíðarbreytingunum.

„Sept-memo“ hófst sem hugmynd, einskonar minningarbók með skissum um móður mína sem lést árið 2016. Markmiðið var að mála og fá innblástur frá henni og æskustöðvum hennar í norður Noregi. Septemberminningar fjalla meðal annars um að sitja í húminu þar til aldimmt var orðið úti, en það gerðum við oft á haustin. Ljósaskiptin voru mikilvæg. Þegar leið á vinnuna með málverkin fann ég að nærvera móður minnar dvínaði og ég komst í snertingu við mína eigin sjálfsmyndarsköpun um minningar og rætur til landshlutans og náttúrunnar þar sem ég hef verið. Staðirninir eru ekki lengur hinir sömu og þegar ég byrjaði verkið, þetta er orðin meira opin lýsing á náttúrunni eins og ég man það, og eitthvað nýtt uppgötvast í myndunum á meðan ég vinn með þau“.

The post Myndlystarsýning í Galleri Farsund, Noregi – Marit Gade Hallbeck sýningaropnun 8. febrúar kl. 12 – 17 appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356