Listamannaspjall: Baldur Geir Bragason
Sunnudaginn 8. nóv. kl. 15
Næstkomandi sunnudag, kl. 15 mun Baldur Geir Bragason ræða við gesti um einkasýningu sína í sýningarröðinni SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR.
Baldur Geir Bragason og Habby Osk leggja fram hugleiðingar um skúlptúrinn á samhliða einkasýningum. Verk þeirra eru ólík en hugsunin að baki þeim á margt sammerkt þar sem heimspekilegum vangaveltum um eðli, orsök og afleiðingu listaverksins er velt upp á yfirborðið.
Spurningar um tilveru hlutanna er endurtekið stef í verkum Baldurs Geirs Bragasonar. Hann kallar fram einfaldar táknmyndir á borð við stól, ruslapoka eða tröppur en það er gjarnan efnisvalið sem snýr á vísunina um hlutverk þeirra. Verkið Ruggustóll (2007) reyndist vera leikur að hugmyndinni um málverk því verkið var þrívíður hlutur unninn einungis úr málningu, striga og blindramma. Í þessu tilviki er það listmunurinn sjálfur sem spyr um tilgang sinn. Í verkinu I, II, III (2015) sjáum við hefðbundna sýningarstöpla hlaðna smærri stöplum þar sem spurningum um inntak er varpað fram. Verkið þarf að horfast í augu við örlög sín en það birtist í kössum sem helst minna á líkkistur og bíða sýningarloka.
Baldur Geir Bragason (1976-) býr og starfar í Reykjavík. Hann útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2001 og lauk framhaldsnámi frá skúlptúrdeild Kunsthochschule Berlin í Þýskalandi árið 2008. Baldur hefur verið starfandi myndlistarmaður frá útskrift og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og haldið einkasýningar í söfnum og í sýningarrýmum, mestmegnis á Íslandi. Meðal þeirra má nefna Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Árnesinga, Kling og Bang og Kunstschlager.
SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR er sýningaröð sem hefur það að markmiði að kanna stöðu skúlptúrsins sem miðils í íslenskri samtímalist. Hér er lögð áhersla á að veita frekari innsýn í hugðarefni listamanna þar sem hver og einn gengur að samtali miðilsins og sögunnar á eigin forsendum. Titillinn SKÚLPTÚR/ SKÚLPTÚR vísar í sýningu sem sett var upp á Kjarvalsstöðum undir sýningarstjórn Kristínar Guðnadóttur og Gunnars Kvaran, þáverandi safnstjóra, og bar hinn einfalda titil Skúlptúr / skúlptúr / skúlptúr. Þar sýndu á þriðja tug listamanna verk sín en sýningunni var ætlað að gefa yfirlit yfir höggmyndalist þess tíma. Sýningin opnaði sama ár og Gerðarsafn opnaði dyr sínar fyrir gestum í Kópavogi, eða árið 1994. Safnið er reist til heiðurs Gerði Helgadóttur myndhöggvara (1928 – 1975). Um leið og dregnar eru saman tengingar við nýlega sýningarsögu og hreyfingar í samtímaskúlptúr er einnig leitast við að undirstrika vægi Gerðar Helgadóttur og framlag hennar til íslenskrar höggmyndalistar.
//
Artist‘s talk with Baldur Geir Bragason
Sunday, November 8th at 3 pm.
The event takes place in Icelandic.
Baldur Geir Bragason and Habby Osk present their ideas about sculpture in two parallel one-person shows. Their works differ, but the thinking behind them has much in common, bringing to light ideas about the nature, causes and consequences of a work of art.
Questions about the existence of objects are a recurrent theme in Baldur Geir Bragason’s work. He presents simple symbolic images such as a chair, a rubbish sack or a flight of steps – while often subverting the reference to their function by his choice of materials. Rocking Chair (2007), it transpires, plays with the idea of a painting, as the work is three-dimensional object made only of paint, canvas and stretchers. In this case it is the work of art itself which poses questions about its purpose. The works I, II and III (2015) present us with pedestals, laden with pedestals which pose questions about import: the work must face its fate, which is clearly manifested in boxes resembling coffins waiting for the exhibition to be over.
Baldur Geir Bragason (1976–) lives and works in Reykjavík. He graduated in 2001 from the Iceland Academy of the Arts, and completed postgraduate studies from the sculpture department of Kunsthochschule Berlin in Germany in 2008. Since graduation Birgir has been working as an artist, taking part in many group exhibitions and holding solo shows in galleries, mostly in Iceland. Venues have included the Reykjavík Art Museum, the LÁ Art Museum, Kling og Bang and Kunstschlager.
SCULPTURE / SCULPTURE is a series of exhibitions whose aim is to explore the place of sculpture as a medium in Icelandic contemporary art. The emphasis is upon providing greater insight into the focus of each artist, as each of them embarks upon a dialogue between the medium and history on his/her own terms. The title references an exhibition held at Kjarvalsstaðir in Reykjavík, curated by Kristín Guðnadóttir and Gunnar Kvaran, then director of the gallery, under the simple title Sculpture/sculpture/sculpture. The exhibition, which included the work of over 20 artists, aimed to provide an overview of the sculpture of the time. That exhibition was set up in 1994, the same year that Gerðarsafn, the Kópavogur Art Museum opened. The Museum was founded in honour of sculptor Gerður Helgadóttir (1928 – 75). While bringing out connections with recent exhibition history and movements in contemporary sculpture, the aim is also to highlight the importance of Gerður Helgadóttir and her contribution to Icelandic sculpture.
The post SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR listamannaspjall – Baldur Geir Bragason appeared first on sím.