Listasafn ASÍ – 31.október – 22. nóvember 2015
Olga Bergmann – Hvarfpunktur/Vanishing Point
Laugardaginn 31. október kl. 15:00 verður opnuð í Listasafni ASÍ sýning á verkum Olgu Bergmann.
Verkin á sýningunni skírskota í fleiri en eina túlkun á hugmyndinni um hvarfpunkt.
Hvarfpunktur er sjónhverfing um þrívídd á tvívíðum myndfleti þar sem samsíða línur í fjarvídd dragast saman í einn punkt.
Þar sem hvarfpunktur myndast, hverfur geta okkar til að sjá lengra.
Það má einnig leggja þann skilning í orðið að hvarfpunktur hafi myndast í lífríki jarðar af mannavöldum sem veldur því að samvægi raskast og hröð hnignun á sér stað.
Verkin á sýningunni byggja líka á hugrenningum um Gaia – kenningu Lovelocks um að allt líf á jörðinni sé eins og risavaxinn líkami eða lífvera
sem ávallt leitar leiða til að endurheimta jafnvægi þegar það hefur raskast.
Sýningin stendur til 22. nóvember og safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17.
Enginn aðgangseyrir.
Nánari upplýsingar: www.listasafnasi.is asiinfo@centrum.is http://this.is/olga/
The post Olga Bergmann – Hvarfpunktur/Vanishing Point appeared first on sím.