Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Söguhringur kvenna – Listasmiðja fyrir konur – skráning opin!

$
0
0

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Miðvikudagurinn 28. nóvember kl. 20:00-22:00
Laugardagurinn 1. desember kl. 13:00-16:00

Í þessum listasmiðjum Söguhrings kvenna munu Helga Arnalds og Aude Busson skapa þægilegt umhverfi þar sem konum gefst tækifæri til að kynnast hver annarri og sjálfum sér í gegnum listsköpun. Við munum læra skemmtilegar og skapandi æfingar í dansi, teikningu, ljósmyndun og leik sem geta nýst okkur áfram út í lífið. Þar að auki verður farið í skapandi göngu í nærumhverfinu, ef veður leyfir. Við munum lyfta okkur upp úr hversdeginum og gefa okkur tíma til að ræða saman og kynnast undir nýjum kringumstæðum.

Öllum konum er velkomið að skrá sig og taka þátt í báðum smiðjum.

Smiðjurnar fara fram á íslensku og ensku.

SKRÁÐU ÞIG HÉR!

Skráningu fyrir miðvikudagssmiðjuna lýkur kl. 16:00 samdægurs, 28. nóvember.

Skráningu fyrir laugardagssmiðjuna lýkur kl. 12:00 samdægurs, 1. desember.


Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og W.O.M.E.N., Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Dagskrá haustsins 2018 er styrkt af velferðarráðuneytinu. 

Starfið er hluti af innleiðingu stefnu menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar um fjölbreytta menningu í borginni 2017-2020 „Rætur og vængir”

The post Söguhringur kvenna – Listasmiðja fyrir konur – skráning opin! appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356