Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar Dude, Where’s My Cat? / Melur, hvar er kötturinn? í OPEN að Grandagarði 27, föstudaginn 13. apríl kl. 17:00!
PEN kynnir með stolti fyrstu sýningu Aurora Sander á Íslandi sem opnar föstudaginn 13. mars kl. 17 í Grandagarði 27. Sýningin verður opin til 5. maí. Opnunartímar eru fös: 12 -16 og lau: 13 – 15.
Facebook viðburður hér
Melur, hvar er kötturinn?
Við kynnum til leiks: Kris, Caitlyn, Kim, Kylie og Stormi. Hér er ekki um að ræða meðlimi Jenner og Kardashian fjölskyldunnar heldur got kattaeftirmynda, sem eru til bæði í stafrænu og efnislegu formi sem skúlptúrar úr striga og tré. Kris, Caitlyn, Kim, Kylie og Stormi voru upphaflega getin sem “Crypto-kitties”, sem þýðir að tilvist þeirra er órjúfanleg Ethereum kubbakeðjunni. Erfðamengi kettlinganna, kóðinn þeirra, er einstakt og orsök sérkenna þeirra. Hægt er að kynna sér rafeyri, kubbakeðjur og CryptoKitties annars staðar.
Í þann mund sem CryptoKitties var að slá í gegn, í desember 2017 skrifuðu TechCrunch.com: „Nú er fólk að nota Ether[eum], eign sem er umdeilanlega lítils virði, til þess að kaupa eign sem er umdeilanlega einskis virði. Svona er Internetið 2017.“
The post Opnun í OPEN: Dude, Where’s My Cat? appeared first on sím.