Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Steingrímur Gauti í SÍM salnum 5. – 21. apríl

$
0
0

Steingrímur Gauti opnar sýningu sína „Eins og er // For the Time Being” í sal Sambands íslenskra myndlistamanna, Hafnarstræti 16, fimmtudaginn 5. apríl klukkan 17-19.

Um verkin segir Steingrímur: „Málverkið hefur lítið með hugsun að gera hjá mér, heldur er það í raun og veru hugsun í sjálfu sér. Ég hugsa ekki og mála svo, heldur fylgir hugur hönd og úr verður eitthvað skemmtilega einlægt kaos. Þessi gjörningur verður að samtali við verkið sem inniheldur þá sjálfkrafa hugsun um hvert næsta skref eigi að vera og svo koll af kolli. Vinnuferlið getur þess vegna verið algjör rússíbani, kemur sífellt á óvart og verkin fara oft í marga kollhnísa áður en ég ákveð að þau séu klár.”

Steingrímur er fæddur 1986 og hefur verið virkur í sýningarhaldi síðan hann útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2015. Þetta er hans fimmta einkasýning.

Sýningin er opin á skrifstofutíma SÍM, virka daga frá 10-16 og stendur til 21. apríl.

Facebook viðburður

The post Steingrímur Gauti í SÍM salnum 5. – 21. apríl appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356