(English below)
HÁDEGISFYRIRLESTUR: VERONIKA GEIGER
Föstudaginn 27. október kl. 13:00 mun Veronika Geiger halda opinn fyrirlestur um verk sín og vinnuaðferðir í fyrirlestrarsal myndlistardeildar að laugarnesvegi 91.
Hvernig má nálgast ljósmyndun og landslag í samtímamyndlist. Á hvaða hátt geta þverfaglegar aðferðir opnað á nýja möguleika í listrænu ferli?
Í fyrirlestri sínum mun Veronika Geiger tala um nýjasta verkefni sitt sem snýr að tengslum ljósmyndunar og jarðfræði. Hún mun sýna verk í vinnslu, þar á meðal myndir unnar úr þunnum lögum af steinum, myndir gerðar á jökli og inni í helli og tala um hvers vegna engar þessara mynda eru unnar með myndavél. Einnig mun hún koma inn á hvernig nýlegar vettvangsferðir með jarðfræðingum hafa upplýst verkin hennar.
Veronika Geiger er dansk / svissenskur myndlistarmaður, búsett í Kaupmannahöfn. Eitt af viðfangsefnum hennar er íslenskt landslag. Eftir útskrift sína frá meistarnámi við Listháskóla Íslands árið 2016 hefur hún tekið þátt í tveimur vettvangsferðum í Holuhrauni ásamt jarðfræðingnum Morten S. Riishuus. Nýlega snéri hún aftur úr listamannavinnustofu í Banff Centre í Kanada þar sem að hún vann verkefni í samstarfi við kanadíska jarðfræðinginn Dave Pattison.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
__________________________
OPEN LECTURE: VERONIKA GEIGER
On Friday the 27th of October at 1PM an open lecture by Veronika Geiger will be held at the department of fine art, Laugarnesvegur 91.
How can one approach photography and landscape in a contemporary art practice? In what way can interdisciplinary methods open up new possibilities in the artistic process?
In this talk Veronika Geiger will introduce her most recent project evolving around the relationships between photography and geology. She will show works in progress, for instance images made from thin sections of rocks, images made on a glacier and in a lava cave and comment on why they are all done without using a camera. She will also talk about how recent field trips with geologists are informing her work.
Veronika Geiger is a Danish/Swiss artist who lives in Copenhagen and works with Icelandic landscapes amongst others. After graduating with an MA from Iceland Academy of the Arts in 2016, she has taken part in two field trips to Holuhraun with geologist Morten S. Riishuus and recently she has returned from a residency at the Banff Centre in Canada where she in collaboration with a Canadian geologist Dave Pattison initiated a project.
The lecture will be held in English and is open to the public.
The post OPINN FYRIRLESTUR: VERONICA GEIGER appeared first on sím.