Íslensk plötuumslög
- október 2017 – 28. Janúar 2018
Sýningin Íslensk plötuumslög verður opnuð í Hönnunarsafni Íslands, Garðabæ, föstudaginn 27. Október kl:20.00. Hönnun hefur tengst útgáfu hljóðupptakna frá upphafi en ekki er þó hægt að tala um íslenska hönnun í þessu sambandi fyrr en um miðbik síðustu aldar þegar Tage Ammendrup hjá versluninni Drangey stofnaði útgáfufyrirtækið Íslenzka tóna og lét hanna sérstaka plötumiða. Stuttu síðar var svo farið að gefa út hljómplötur í myndskreyttum umslögum og þróaðist útlit plötuumslaga með tísku og tækni næstu áratugina.
Tilkoma geisladiska á níunda áratugnum bauð upp á nýja möguleika og nú á öld stafrænna tónlistarveitna stöndum við aftur á krossgötum. Tími geisladisksins er að líða undir lok en á sama tíma hafa vínylplötur gengið í endurnýjun lífdaga. En til hvers að eignast áþreifanlega hluti með hljóðupptökum þegar tæknin gerir fólki kleift að streyma eða hlaða niður efninu af Netinu, jafnvel ókeypis? Eru umbúðir og vörur úr plasti og öðrum gerviefnum tímaskekkja í samfélagi sem vill draga úr umbúðum og minnka vistspor sitt eða eru þær órjúfanlegur hluti af tónlistarupplifuninni og liður í því að tónlistarfólk fái greitt fyrir störf sín?
Sýningarstjóri er Reynir Þór Eggertsson og hönnuðir sýningarinnar eru Hreinn Bernharðsson og Friðrik Steinn Friðriksson.
Sunnudaginn 29. október kl. 16.00 verður sýningarstjórinn Reynir Þór Eggertsson með leiðsögn um sýninguna.
Sunnudaginn 5. nóvember kl. 16.00 verður safnarinn Oddgeir Eysteinsson sérstakur gestur á leiðsögn um sýninguna.
Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi 1, 210 Garðabær.
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17.
The post Opnun í Hönnunarsafninu föstudag kl. 20.00 appeared first on sím.