Sýning Selmu Hreggviðsdóttur Leyfist mér úr fjarlægð? opnar fimmtudaginn 7. september kl 18:00 í SÍM SALNUM, Hafnarstræti 16.
Efni er uppleyst og eftir standa rafrænar línur aðgengilegar almenningi. Frá minningum til ásýndar steypu verður sýningin til í flökti á milli hins kalda steingerða og hins dúnmjúka, persónulega mats á staðnum Reykjavík. Hér renni ég fyrir augnablikum frá stöðum sem voru mér kunnuglegir.
Selma Hreggviðsdóttir stundaði nám við LHÍ frá 2007 til 2010 og lauk meistarnámi frá Glasgow School of Art 2014 þar sem hún hefur verið búsett síðan. Á meðal undanfarinna sýninga hennar eru Deus Ex Machina í Civic Room Glasgow með Katrina Vallé, Reflective Surface í Ausstellungsraum Klingental og Peacetime Resistance, Baerum Kunsthall.
Rona Warwick Paterson skrifar sjálfstæðan texta bæði út frá samtölum þeirra tveggja og viðbrögðum hennar við verkum Selmu. Rona Warwick Paterson er rithöfundur og starfar í Glasgow. Með skúlptúrmenntun að baki starfar hún sérstaklega með myndlistarmönnum í margvíslegu samhengi.
The post Í SÍM salnum: Leyfist mér úr fjarlægð? Sýning Selmu Hreggviðsdóttur appeared first on sím.