Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Sigurður Guðmundsson – sýning og fyrirlestur í Arion banka

$
0
0

Sigurður Guðmundsson

23.09.2017 – 29.12.2017

Laugardaginn 23. september kl. 13.30 er þér boðið á fyrirlestur og opnun sýningar á verkum Sigurðar Guðmundssonar í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19. Sýningin hefst með fyrirlestri Gunnars J. Árnasonar listheimspekings um verk Sigurðar.

Sigurður Guðmundsson (f.1942) er án efa einn kunnasti listamaður okkar Íslendinga. Hann kom fram á sjónarsviðið á sjöunda áratug síðustu aldar sem einn af stofnendum Súm og hefur síðan þá starfað að list sinni víða um heim, lengst af í Hollandi og Kína, þar sem hann er búsettur nú. Verk Sigurðar eru margslungin og marglaga og spyrja gjarnan tilvistarlegra spurninga, en um leið er leikgleðin áberandi. Sigurður er ávallt leitandi og hættir aldrei að koma á óvart, hvort sem er í efnistökum eða útfærslu, en þó má greina sterk leiðarstef í gegnum allan hans feril.

Á sýningunni verður að finna valin verk allt frá fyrstu sýningu Sigurðar árið 1969 og til dagsins í dag. Sýningin stendur til 29. desember nk.

Laugardagur til lista.
Allir velkomnir.

The post Sigurður Guðmundsson – sýning og fyrirlestur í Arion banka appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356