Barnamenningarhátíð verður haldin dagana 25. – 30. apríl næstkomandi. Markmið hátíðarinnar er að efla menningarstarf barna og ungmenna í borginni. Hátíðin er vettvangur fyrir menningu barna, með börnum og fyrir börn.
Hún fer um öll hverfi borgarinnar og rúmar allar listgreinar og annað sem að börnum og menningu þeirra snýr.
Ertu með skemmtilega hugmynd að viðburði fyrir börn á öllum aldri og langar að taka þátt í Barnamenningarhátíð?
Hér getur þú sent inn þátttökuumsókn, frestur rennur út 3. apríl 2017.
Hægt er að fá nánari upplýsingar í síma 411-6006 eða bjorg@visitreykjavik.is.
The post Vilt þú taka þátt í Barnamenningarhátíð 2017? appeared first on sím.