Leiðsögn í Listasafni Íslands sunnudaginn 4. desember kl. 14
Guðmundur Ingólfsson og Halla Hauksdóttir, forsvarsmenn Listaverkasafns Valtýs Péturssonar, munu ganga með gestum um sýninguna Valtýr Pétursson, sunnudaginn 4. desember kl. 14. Þau munu segja frá persónulegum kynnum sínum af Valtý og vitna í bréf og viðtöl.
Einstakt tækifæri til að kynnast Valtý, sem var mikill sögumaður og skemmtileg persóna.
Valtýr Pétursson (1919−1988) var brautryðjandi abstraktlistar hér á landi, afkastamikill listmálari, mikilvirkur gagnrýnandi og virkur þátttakandi í félagsstarfi listamanna. Sýningunni í Listasafni Íslands er ætlað að gefa yfirlit yfir fjölbreyttan listferil Valtýs.
The post Litríkur og skemmtilegur Valtýr Pétursson appeared first on sím.