Harbinger býður ykkur hjartanlega velkomin á opnun Chöndru Sen á sýningunni Find Home, næstkomandi föstudag, 13. maí kl.17.
Og þá gerist það
dramatískasta stund stunda
rólega í átt að himnum einn af einum stekkur út
Þyngdarlögmálið sleppir takinu af hófunum algjörlega væmnislaust
faxið sveiflast á íburðarmikinn hátt
á meðan lífið líður smátt og smátt úr löppunum
Hlustið
Það rignir hestum í veröld stórkostlegheitanna
Þeir munu skilja okkur eftir
Þið haldið áfram að lifa, elska og borða smá mat
til þess að gleyma að eitt sinn voru þeir á lífi
að þeir voru til
að þeir, rétt eins og þú, báru með sér þrá og skinn
sem eitt sinn var snert
og hugsanlega kitlað
ljóð: Erika Cederqvist
þýðing: Kristinn Guðmundsson
___
Málverk Chöndru eru upprunnin á vissum stað, en hann er óljós.
Hugarrými sem byggir á tilfinningu, fleirum en einni og engri heilli. Þær umbreytast. Þær eiga sér ólíkan uppruna. Í persónulegri reynslu, sameiginlegri reynslu, eða í undirmeðvitundinni. Sumar eiga sér stað í tíma og rúmi, á ákveðnum áratugi eða ári. En aðrar eiga sér engan tíma, eða öllu heldur allan tímann. Þær tilheyra kringumstæðum, andvaranum, ljósinu, skýjamyndunum, sem endurtaka sig í sífellu en eru ávallt nýjar, og þó, kannski var einhver einhverntímann einhversstaðar sem horfði upp á einmitt sömu skýin í sömu birtunni og fann sömu lyktina.
Umgjörðin og inntakið er ekki bundið við nútímann. Er við skoðum verk Chöndru erum við bæði hér og nú og líka fyrir 1000 árum. En verkin hennar fást við nútímann, við nútíðina. Þá sem leið og þá sem er og þá sem kemur, og allar þær sem fylgja í hringrás á eftir þeim sem voru.
Verkin eru afurð nútímans, meðvituð um frumþörf sem er erfitt að uppfylla í þess háttar lífi sem við lifum. Meðvitund sem einungis verður til við skort.
texti: Steinunn Önnudóttir
Chandra Sen, f. 1986 í Svíþjóð, býr og starfar í Stokkhólmi.
Hún lauk BA námi í myndlist frá Gerrit Rietveld Academie árið 2012, og MA námi við Listaháskólann í Osló árið 2014.
Árið 2015 tók hún þátt í samsýningunni Menneskeberger á vinnustofur Edvards Munch í Osló, og gerði sviðsmyndina fyrir His own Room eftir Solberg/Cederqvist sem var sýnt í Black Box leikhúsinu í Osló og víða í Hollandi. Árið 2015 lauk Chandra árs residensíu í Kunstnernes Hus í Oslo, og hafði einnig listamannaaðsetur í húsi Edvards Munch í Warnemunde, Þýskalandi, sumarið 2015.
Fyrri einkasýningar eru hjá Podium í Osló og k.i.beyonce í Amsterdam. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum m.a. Grey Gorges Cast No Shadows hjá Kurant í Tromsø, Missing Small Wolf in Bronze, í Kunstenernes Hus í Oslo, og ABBA Art Books By Artists í Amsterdam. Næsta sýning hennar verður í haust hjá Diepte í Stokkhólmi.
Sýning er styrkt af Sænsk-íslenska Samstarfssjóðnum.
___________________________________________________
Harbinger welcomes you to the opening of Chandra Sen’s solo show Find home, this Friday the 13th of May at 5 pm.
And then it happens
the most dramatic of moments
slowly towards the sky one by one is jumping out
the law of gravity lets go of the hooves completely unsentimentally
their manes flutters in a very melodramatic way
meanwhile their legs become more and more inanimate
Listen now
It is raining horses out in the universe marvellousness
they will leave us here
you will keep on living, loving and eating some food
to soon forget that they was once alive
that they were existing
that they, just like you, was carrying a longing and a pelt that once was touched
and maybe tickled
poem by Erika Cederqvist
___
Chandra’s paintings come from some place. It is a fleeting place. A mental space based upon a feeling, more than one and not one complete. They are in transition. They stem from different roots. Personal experience, common experience, or the collective unconscious. Some have a firm place in time, a decade, a year. Others have no specific time, but simply all time. They belong to circumstances, the breeze, the light, the cloud formations, forever on repeat though never the same, and yet, perhaps someone somewhere sometime saw precisely the same sky in the same light with the same smells.
The framework isn’t limited to the present. In viewing Chandra’s work we are both here and now and simultaneously a 1000 years ago. But her work is however focused on the present. It deals with the present, the now and just before, and then just after, and all consecutive presents warped in time until all previous presents.
It is also a product of the present, conscious of an elemental quality of life so hard to obtain in our surroundings. It is aware of the quality of presence in a way which is only possible when its missing.
text by Steinunn Önnudóttir
___
Chandra Sen b. 1986, Sweden, is an artist living and working in Stockholm. She finished her BA of Fine Art at the Gerrit Rietveld Academie in Amsterdam in 2012, and her MA at the Oslo Art Academy in 2014.
In 2015 she participated in the groupshow ‘Menneskeberget’ in Edvard Munch’s studio in Oslo and made the Scenography for His own Room by Solberg/ Cederqvist performed at The Black Box Theatre in Oslo and in various venues in The Netherlands. She also finished a one year artist in residence program at Kunstnernes Hus in Oslo and did an artist in recidence during the summer at the Edvard Munch house in Warnemunde, Germany. She has previously had a soloshow exhibited at Podium in Oslo and at k.i. beyonce in Amsterdam. Her work have featured in numerous group exhibitions among others Grey Gorges Cast No Shadows at Kurant in Tromsø, Missing Small Wolf in Bronze, at Kunstenernes Hus in Oslo, and ABBA Art Books By Artists in Amsterdam. Her next show will take place this autumn at Diepde in Stockholm.
The exhibition is sponsored by the Swedish-Icelandic Association.
The post Find Home // Harbinger appeared first on sím.