(English below)
Fimmtudaginn 10. nóvember kl 17:00 mun Ragna Sigurðardóttir, rithöfundur og gagnrýnandi spjalla við Sigtrygg Bjarna Baldvinsson um sýningu hans Mýrarskuggar sem stendur nú yfir í Hverfisgalleríi.
Allir eru velkomnir.
Á sýningunni, sem er önnur einkasýning Sigtryggs Bjarna í Hverfisgalleríi, er að finna bæði olíumálverk, vatnslitamyndir og gvassverk sem vitna á áhrifaríkan hátt í dulúð og hljóðláta fegurð hins íslenska mýrarlands, litadýrðina og gróðurinn sem þar er að finna. Oft á tíðum verða skuggarnir meginviðfangsefnið þar sem bæði mýrargróðurinn og vatnsfletirnir hafa verið fjarlægðir en eftir stendur vottur af veru þeirra á pappírnum, eins konar draugar gróðursins. Síðustu árin hefur Sigtryggur einbeitt sér að því að gera stökum náttúrufyrirbrigðum skil í málverki, vatnslitamyndum og ljósmyndum. Hann leitast við að draga fram eðlisþætti svo sem hljómfall og takt og myndgera þá síkviku mynsturgerð sem taka má eftir í laufskrúði, gróðurþekjum, vatnsflötum og straumkasti rennandi vatns. Mynsturnet sjávarlöðurs og „regluleg óregla“ ljósbrots sólar á haffleti hafa verið rannsóknarefni og byggingarstoðir málverka hans.
Sýningin stendur til 26. nóvember.
Thursday November 10th at 5 pm Ragna Sigurðardóttir, artist and writer in conversation with Sigtryggur Bjarni Baldvinsson on his exhibition Marshland Shadows the current exhibition at Hverfisgalleri.
The event takes place in Icelandic.
Everybody is welcome.
Marshland Shadows is Baldursson’s solo exhibition at Hverfisgallerí and consists of paintings and watercolours that illustrate the mystical, colorful and silent beauty of the Icelandic wetlands. In Baldursson’s works the shadows often take centre stage and become the primary subject as the plants and the water’s surface is removed, leaving the shadows as traces of what once was – ghosts of a marshland flora. In his recent paintings, watercolours as well as photographic work, Baldursson has focused his attention to specific natural occurrences whereby he aims to capture objective attributes such as rhythms and beats and illuminate the transformative qualities we see in leaves, plants, rivers and lakes. He has studied oceanic waves and the “regular irregularities” which the sun’s refraction creates and transformed these motifs in his earlier works. Baldursson has also tried to accentuate and emphasise the construction or organisation of things in the world with his paintings of flower covered slopes and the foliage of trees.
The exhibition runs until November 26th.
The post Listamannaspjall í Hverfisgallerýi: Sigtryggur Bjarni Baldvinsson appeared first on sím.