(english below)
Harbinger býður ykkur hjartanlega velkomin á opnun sýningar Höllu Birgisdóttur Skjól, laugardaginn 5.11. kl.16:00.
Sýningin stendur til 27.11.
Skjól getur verið af tvennum toga, annars vegar skjól sem griðastaður og hins vegar skjól sem felustaður.
Litla stelpan, sem málar mynd í verkinu Þær leggja grunndrög, veit að í kjöltu ömmu sinnar á hún skjól. Amma passar að hún detti ekki úr stólnum. Glasið með vatninu er nógu langt frá olnboganum til að stelpan reki sig ekki í það. Amma teiknar grunnlínur af myndinni á blaðið svo auðveldara verði fyrir stelpuna að mála með vatnslitunum. Undir blaðinu er dagblað sem tekur við pensilstrokunum sem fara útfyrir. Stelpan veit það ekki ennþá en á þessum stundum sem hún á með ömmu sinni er hún að leggja grunndrögin að áhugasviði sínu og framtíð.
Myndlist talar
Sum myndlist segir mikið um listamanninn sjálfan, til dæmis hvaða lífsýn hann hefur og hvað vekur áhuga hans. Hvort við hlustum á það fer eftir því hvað myndlistarmaðurinn er áhugaverður.
Önnur myndlist leitar út fyrir sjálfa sig og vill koma pólitískum skilaboðum áleiðis til fjöldans, til dæmis um spillingu í stjórnmálum eða umhverfismál. Hvort sú myndlist nái eyrum manns fer gjarnan eftir því hvort skilaboðin staðfesti eigin sýn á þessi málefni eða ekki.
Svo er til myndlist sem talar hvorki um sjálfa sig né umhverfið í heild sinni. Þetta er myndlist sem á í einkasamtali við hvern og einn áhorfanda. Þannig er myndlistin hennar Höllu Birgisdóttur.
Texti: Steinunn Lilja Emilsdóttir
Halla Birgisdóttir býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2013 og hefur síðan þá tekið þátt í fjölmörgum samsýningum sem og haldið einkasýningar vítt um landið. Halla notar teikningar og texta til þess að skapa brotakennd frásagnarrými sem birtast áhorfendum ýmist sem innsetningar, bókverk, veggteikningar, textíl-teikningar og/eða kvik-teikningar. Hún kallar sig myndskáld. http://www.hallabirgisdottir.org
Harbinger welcomes you to the opening of the exhibition Shelter by Halla Birgisdóttir, on Saturday, 5th of November, at 4pm. The show runs until November 27th.
There are two kinds of shelter, on the one hand there is the shelter as a sanctuary, and on the other there is the shelter as a hiding place.
“Look at this woman,” says the piece She draws others a very clear line. “She is familiar, isn’t she? You sometimes meet her at family gatherings. She asks you what is new and then tells you what you should do differently. When you get offended you are told not to take it personally. “Thats just how she is,” they’ll say. With time you learn that despite being so assertive, stiff and opinionated she is not quite on top of things herself. You see how she sits at the end of the couch. She would never sit in the centre because she was taught as a child not to take up too much space. She once had gorgeous long hair but cut it short in the 90’s when she was around fifty and it was in fashion. Since then she has been trying to grow it back but she usually gives up when it gets to this awkward ear-length and gets it cut once again. As the years went by her hair became too wiry to flatter and frame her face. And she has put on weight through the years. It upsets her although she would never admit to such vanity. Now, when she goes to house-parties, she places a pillow on her lap to hide the bulges on her midriff.”
Art speaks
Some art will tell you a lot about the artist, where she comes from and what her interests are. Whether or not we listen depends on our interest in the artist.
Other art reaches outside of itself and tries to deliver a political message across to the masses, perhaps on corruption in politics or environmental issues. Whether those concerns catch our attention will largely depend on whether they confirm our own view on those matters.
Then there is art that does not speak of itself nor its’ complete surroundings. The kind of art that has a private dialogue with each viewer. That’s how Halla Birgisdóttir’s art is.
Text by Steinunn Lilja Emilsdóttir
Halla Birgisdóttir lives and works in Reykjavík. She completed her BA studies at the Icelandic Academy of Art in 2013, and has since presented her work in many group and solo exhibitions throughout Iceland. Birgisdóttir uses drawings and text to create partial narratives which manifest as installations, artist books, murals, textiles and animations. She calls herself a picture-poet.
http://www.hallabirgisdottir.org
The post Halla Birgisdóttir í Harbinger appeared first on sím.