Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

STARA 7 komin út.

$
0
0

STARA er tímarit og leitast við að efla umræðu og þekkingu á myndlist ásamt því að segja frá starfsemi SÍM. Tímaritið er bæði á íslensku og ensku, og höfðar jafnt til fagfólks sem og áhugafólks um myndlist. Það kemur út tvisvar á ári, apríl og október. Tímaritið er opið öllum og er aðgengilegt  á heimasíðu SÍM. Einnig eru prentuð út 500 eintök á íslensku sem dreift er frítt. STARA er gefið út af Samband Íslenskra Myndlistarmanna

Sjöunda tímaritið kom út nú á dögunum. Meðal efnis í þessu eintaki er:

Guðjón Sigurður Tryggvason sendi spurningalista til þingflokka allra stjórnmálaflokka sem áttu kjörna fulltrúa á sl. þingi.

Listamannahús SÍM  á Seljavegi varð 10 ára í haust. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri SÍM segir frá starfsemi hússins og því sem þar fer fram.

Gerður Kristný segir frá þremum reglum sem hún hefur í huga þegar hún semur um laun fyrir störf sín.

Sigrún Inga Hrólfsdóttir, forseti myndlistadeildar Listaháskóla Íslands, skrifar hugleiðingu um fyrirbærið myndlist.

Hlynur Helgason skrifar grein um lokun Listasafns ASÍ.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður SÍM, heldur áfram að máta (drög) Framlagssamninginn við núverandi stöðu mála. Hún beinir einkum sjónum sínum að samsýningum listamanna. Þar að auki svara safnstjórar og listamenn spurningum sem snúa að samningagerð og þóknun til listamanna.

Hér er hægt að lesa blaðið á vefnum.

Hér má ná í PDF útgáfu.

 

The post STARA 7 komin út. appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356