(english below)
Haraldur Jónsson – Leiðsla I Channel
Við verjum miklu af tíma okkar í að átta okkur á umhverfinu og ferðast um en oftast tökum við ekki einu sinni eftir því nema eitthvað fari úrskeiðis, við villumst, bíllinn bili eða á flæði yfir veginn. Mannfólkið hefur alla tíð verið upptekið við að temja umhverfið og rýmin sem við búum í, að læra og merkja bestu leiðina yfir fjöll, teikna sjókort og byggja hús sem eru þægileg og kunnugleg. Smátt og smátt höfum tekið yfir eða byggt upp þessi rými svo að nú getum við ferðast stað úr stað – að heiman í vinnuna, í heimsókn til vina, á pöbbinn, í leikhúsið og aftur heim – án þess a…ð þurfa að leiða hugann að því frekar. Við höfum búið til farvegi sem við getum flætt eftir eins og ár í fullvissu um að við rötum á réttan stað á endanum. Nútímaborgir eru eins og líkan af þessu sameiginlega landnámi okkar, frá gatnakerfinu niður í herbergjaskipan á heimilum okkar og vinnustöðum. Smátt og smátt hefur umhverfi okkar og farvegirnir sem við ferðumst eftir verið hugsað og skipulagt í þaula svo allt lýtur rökum og reglu. Við erum jafnvel ótrúlega fljót að læra að rata þegar við komum í framandi borgir því reglan er nokkurn veginn sú sama alls staðar.
Þetta er meðal þess sem Haraldur Jónsson vinnur út frá í sýningu sinni í BERG Contemporary: Farvegirnir sem skipuleggja rýmið í kringum okkur og leiða okkur gegnum það. Litaðar teikningarnar á sýningunni líta út eins og arkitektateikningar sem hleypt hefur verið út í þrívídd og sýna lokuð rými lík þeim sem umlykja okkur flesta daga og stýra ferðum okkar innandyra. Þær kallast líka á við sjálft gallerírýmið og það hvernig áhorfendur á sýningunni eru leiddir frá einu verki að öðru. Rýmið verður leiðsögumaður okkar því hreyfingar okkar hafa verið skipulagðar fyrirfram og eru innbyggðar í bygginguna.
——————————————————————————————
BERG Contemporary welcomes you to the opening of Haraldur Jónsson’s exhibition, Channel. Friday October 28th at 5 pm.
Much of our time is spent figuring out and navigating the physical spaces in which we move but, for the most part, we don’t even notice this unless we find ourselves in an unfamiliar place or something goes wrong – the car breaks down, a river has flooded or a signpost is missing. Humans have, throughout their history, been occupied with taming these spaces, learning and marking out the easiest route through a mountain pass, charting the oceans or building houses that feel comfortable and familiar. Gradually, we have inhabited and built up our environment to such an extent that we can move with ease from one space to another – from home to work to a friend’s house, to the pub, to the theatre and back home – and with as little mental effort as possible. We have created channels along which we can flow like river in the certainty that we will eventually reach our destination. The modern city is a model of this collective colonization of spaces, from the macro level of thoroughfares and streets to the functional lay-out of our apartments and workspaces. Little by little, our environment and the channels along which we navigate it have been rationalized to such a degree that even in a new city we can find our way around with surprising ease.
This is part of the background to Haraldur Jónsson’s exhibition at BERG Contemporary, the channels that make sense of our spaces and lead us through them. His colored drawings look like extruded architectural diagrams of the kind of discreet spaces that enclose us and lead us along from one room to the next. They also implicate the gallery space itself, mirroring how the audience is channeled from one work to the next. The space becomes our guide, our movements already predicted and built into the structure.
http://bergcontemporary.is/exhibitions/haraldur-jonsson/?section=description
The post Haraldur Jónsson – Leiðsla I Channel appeared first on sím.