Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Áskorun frá Sambandi íslenskra myndlistarmanna til verðandi ríkisstjórnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

$
0
0

Samband íslenskra myndlistarmanna skorar á verðandi ríkisstjórn og Samband íslenskra sveitarfélaga að auka fjármagn til listasafna á Íslandi sem fjármögnuð eru af opinberum aðilum, að hluta eða öllu leyti, til að gera söfnunum kleift að greiða þóknun til listamanna skv. Framlagssamningnum.

Framlagssamningurinn er rammasammningur um þátttöku og framlag listamanna til sýningarhalds. Slík þóknun er viðbót við greiðslur fyrir flutning, uppsetningu og útgáfu á efni fyrir sýningu listamannsins. Í samningnum er kveðið á um að greiða þurfi sérstaklega fyrir alla vinnu sem listamenn taka að sér í tengslum við sýningar, bæði fyrir, eftir og meðan á sýningu stendur.

Að borga myndlistarmönnum snýst um jafnrétti, mannréttindi og að skapa heilbrigt vinnuumhverfi.

Aðgengi að menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í frjálsu samfélagi. Menningarstarf styrkir þekkingarleit og nýsköpun í samfélaginu. Að sama skapi er tjáningarfrelsið grundvallarforsenda menningarlífs. Hvert samfélag þarf á öflugu listafólki að halda og hvert samfélag þarf að styðja við bakið á allri listastarfsemi vilji það dafna sjálft.

Öll starfsemi safnanna hverfist um starf listamannsins, verum þjóðin sem segir VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM.

Undirskriftarlistinn verður afhentur nýjum mennta- og menningarmálaráðherra og Sambandi íslenskra sveitafélaga að kosningum loknum.

 Skrifið undir hér.

The post Áskorun frá Sambandi íslenskra myndlistarmanna til verðandi ríkisstjórnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356