Bók um myndlistarferil Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá er komin út og verður kynnt í útgáfuhófi í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, laugardaginn 15. október kl. 16.00.
Kristín hefur starfað að myndlist í nær 60 ár og hefur haldið yfir 20 einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum innanlands og utan. Texta í bókinni skrifa Kristín G. Guðnadóttir listfræðingur og Steinunn G. Helgadóttir rithöfundur og myndlistarmaður. Bókin er í mjúku bandi og er 112 blaðsíður. Í henni eru margar myndir af verkum Kristínar frá öllum ferli hennar, flestar í lit. Hönnuður bókarinnar er Hildigunnur Gunnarsdóttir.
SÍM-félagar og gestir eru hjartanlega velkomnir á kynninguna.
The post Bók um Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá appeared first on sím.