Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Listaverkasalan – Vefverslun með íslenska samtímamyndlist

$
0
0
Á nýrri vefsíðu, Listaverkasalan.com, geta áhugasamir skoðað og verslað samtímamyndlist eftir íslenska listamenn. Vefsíðan leggur áherslu á verk unnin á pappír, bæði einstök verk og fjölfeldi. Fjórir listamenn eru nú á skrá hjá vefsíðunni ásamt aðstandendum hennar, þeim Ragnhildi Jóhanns og Jóhanni Ludwig Torfasyni. Hinir fjórir eru Margrét Rut Eddudóttir, Sigurður Ámundason, Ásgrímur Þórhallsson og Kristín Ómarsdóttir og munu fleiri bætast í hópinn innan tíðar.
Samhliða Listaverkasölunni er rekið lítið heimagallerí sem kallast Pláss, og eru verk eftir listamennina höfð aðgengileg þar, hvort heldur á sýningum eða í skúffum gallerísins. Pláss er staðsett að Skeggjagötu 2 og er opið alla sunnudaga milli klukkan 14-17 og eftir samkomulagi.
Ný sýning opnar laugardaginn 24. september nk. klukkan 17:00 með verkum eftir þau Margréti Rut, Sigurð, Ásgrím og Kristínu. Þau þrjú fyrsttöldu hafa öll lokið námi frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands en Kristín er að góðu kunn fyrir skáldskap og teikningar sínar. Áhugasamir eru hvattir til að skoða sýninguna og/eða líta inn á listaverkasalan.com.

The post Listaverkasalan – Vefverslun með íslenska samtímamyndlist appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356