Athugið opnunar tími 1.h.v. í september verður á fimmtudögum kl. 16 – 18.
Ekki opið á miðvikudögum. Sýningin stendur til 29. September.
Listamannaspjall verður sunnudaginn 4. September kl. 15.
1.h.v. sýnir ný verk eftir Ingu Þóreyju Jóhannsdóttur og Ívar Valgarðsson.
Í ljósmyndainnsetningu Ingu Þóreyjar, Fram og til baka, eru frumþættir
vegabréfsins rannsakaðir en verkin marka gönguslóð um Evrópu.
Gengið er gegnum evrópsk ferðaskilríki, yfir landamæri sem liggja á milli Sýrlands og Íslands.
Verk Ívars heitir, Milli málverkanna, tíu myndir úr Listasafni Íslands.
Myndirnar eru teknar með myndavél, stillta á sjálfvirka stillingu, af auðum veggjum á milli málverka á sýningu í Listasafni Íslands og sýna stafræna túlkun myndavélarinnar á blæbrigðum lita, birtu og áferðar á veggjum í sölum safnsins.
Í tengslum við sýninguna eru gefin út bókverk eftir listamennina.
Verkefnið er styrkt af Myndlistarsjóði.
Galleríði er staðsett í íbúð í Lönguhlíð 19. 1.h.v. húsið er teiknað af Einari Sveinssyni húsameistara Reykjavíku og var byggt 1946 – 1949. Einar nam arkitektúr í Þýskalandi og var einn helsti boðberi funkisstefnunnar í byggingarlist á Íslandi.
Sýningin er opinn í september á fimmtudögum16 – 18 og eftir samkomulagi.
Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir
Lönguhlíð 19. 1.h.v
105 Reykjavík
sími 8239273
The post breyttur opnunartími og listamannaspjall í 1.h.v. appeared first on sím.