Gallerí Skot
Nýr sýningarsalur Gallerí Skot hefur hafið starfsemi sína á Skólavörðustíg.
Salurinn er staðsettur í Skúmaskoti á Skólavörðustíg 21a sem er verslun rekin af 10 listakonum og hönnuðum. Nú þegar hefur fyrsta sýningin verið haldin í salnum og var það myndlistarsýning Kristínar Gunnlaugsdóttur sem opnaði í lok mars.
Salurinn er tæplega 10 fermetrar, með mikilli lofthæð og tveimur stórum gluggum sem vísa út á Njálsgötu, salurinn verður opin á opnunartímar verslunarinnar.
Markmið Gallerí Skots er að leggja áherslu á fjölbreyttar sýningar og hvetjum við áhugasama um að hafa samband við okkur.
Allar fyrirspurnir og umsóknir má senda á:
Írisi Ólöfu Sigurjónsdóttur, irisolof@hotmail.com
Söru Vilbergsdótttur, saravilbergs@gmail.com eða
Sigrúnu Norðdahl, sigrunjona@gmail.com
The post Nýr sýningarsalur – Gallerí Skot appeared first on sím.