Ljósmyndasýning í Anarkíu í Kópavogi
Sjálfsmynd – Nanna Lind sýnir ljósmyndir í Anarkíu
Yfirskrift sýningarinnar er – 10. sekúndur – Sjálfsmynd – Sjálfsskoðun – Sjálfsblekking
Hér er ljósmyndari og fyrirmynd ein og sama manneskjan og
tímarammi hverrar myndatöku er 10 sekúndur.
Uppistaðan í sýningunni eru eins árs sjálfsmyndaverkefni sem unnið var frá 30. september 2007 til 29. september 2008.
Hér má líta hluta þeirra 366 sjálfsmynda (hlaupár) sem urðu til á þessu tímabili. Þær eru teknar og unnar með það í huga að skrásetja hvern
dag á því augnabliki sem takkinn smellur. Skildleiki við sjálfsmyndir eða sjálfur sem þekja alla vefmiðla í dag er þó ekki mikill.
Sjón er sögu ríkari!
The post Ljósmyndasýning í Anarkíu appeared first on sím.