Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Gallerí Skilti – Flökt

$
0
0

Gallerí Skilti

Flökt

Anna Hallin og Olga Bergmann

19.12. 2015­–15.06. 2016

Laugardaginn 19. desember 2015 kl: 17.00–19.00, opnar sýning Önnu Hallin og Olgu Bergmann, Flökt, á Gallerí skilti, Dugguvogi 3, 104 Reykjavík.

 

http://www.gallerysign.com/

http://this.is/ahallin/BERGHALL_webportfolio.html

 

nýtt líf innan

hins gamla

afþrykk veruleikans

form til reiðu

að í það sé hellt,

þverandi

línur að áfangastað,

leita útgöngu og

vinda net sitt

yfir vantanir

tilverunnar

 

Anna Hallin (1965) lauk MA námi frá Högskolan för Design och Konsthantverk við Gautaborgarháskóla 1990 og MFA í Studio Arts frá Mills College 1996.

Olga Bergmann (1967) útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum 1991 og lauk MFA námi frá California College of the Arts 1995.  Anna og Olga hafa sýnt verk sín í söfnum og galleríum bæði á Íslandi og erlendis  og tekið þátt í margskonar samstarfsverkefnum.

 

Frá árinu 2005 hafa þær í samstarfi unnið að ýmsum sýningarverkefnum og líka gert verk fyrir opinber rými.  Rannsóknir þær og hugmyndavinna sem liggja til grundvallar í verkum þeirra sækja innblástur í samband manns og náttúru, líffræði, erfðafræði og þróunarferla, sögulegar og staðbundnar forsendur, samfélagslega strúktúra og athuganir á atferli bæði mann og dýra.  Rými og staðsetning er líka miðlægur þáttur í flestum verkefnum þeirra.

 

Sýningin stendur fram í júní 2016.

 

 

 

The post Gallerí Skilti – Flökt appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356