Ekkisens sýninga- og viðburðarými á Bergstaðastræti 25B opnar jólasýninguna Eitthvað fallegt fimmtudaginn 17. desember kl. 20:00. Fjölmargir listamenn á öllum aldri taka þátt í sýningunni og setja þar fram verk af ýmsum gerðum til sýnis og sölu.
Heitar veigar verða í boði á opnun sýningarinnar og má vænta þess að óvæntar uppákomur eigi sér stað í rýminu um kvöldið í formi gjörninga eða upplestra.
Slagorð sýningarinnar er: Notum myndlist um jólin!
Opið verður í Ekkisens til 23. desember frá kl. 17:00 – 21:00 og listarýmið er staðsett í kjallara á Bergstaðastræti 25B.
The post Ekkisens – Notum myndlist um jólin! appeared first on sím.