Hulda HreinDal Sig
er listamaður febrúarmánaðar á Bókasafni Garðabæjar.
Sýningin “ALLT Á HULDU” var opnuð í “kyrrþey” í byrjun febrúar og verður sýningin opin á afgreiðslutíma bóksafnsins út mánuðinn.
„Málaðu það sem þú sérð í undirlaginu í dýptinni í pensilförunum í grunninum.
Láttu skuggann falla á skuggann þá gætir þú séð eitthvað óvænt skemmtilegt eða skemmtilega skuggalegt.
Hulda hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1976 í The public library Cumbernauld, Skotlandi.
Þar bjó hún á sínum unglingsárum og stundaði nám á mynlistabraut í Greenfaulds High School.
Eftir útskrift hóf hún nám í Duncan of Jordanstone College of Art and Design í Dundee. Hulda lauk námi með BA hons. í Textile design árið 1981 og flutti sama ár aftur heim til Íslands.
Í apríl ’82 var hún með yfirlitssýningu á Kjarvalsstöðum sem var kosin besta sýning helgarinnar.
Frá 2008 hefur hún verið með eigin vinnustofur, fyrst í Dvergshúsinu í Hafnarfirði til margra ára. Í dag er Hulda með vinnustofu í Lyngási 7 í Garðabæ.
Þá hefur Hulda tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og haldið einkasýningar bæði á Íslandi og erlendis. Hún hefur einnig verið með opnar vinnustofur, með gjörninga, farið í vinnustofu ferðir hér heima í Skotlandi og Póllandi.
Sýningin er sölusýning og eru allir velkomnir.

The post BÓKASAFN GARÐABÆJAR: Hulda HreinDal Sig appeared first on sím.