Listasmiðjur í vetrarfríi
Hafnarborg býður fjölskyldum í Hafnarfirði ásamt að koma og taka þátt í skemmtilegum og skapandi listasmiðjum á vegum safnsins í vetrarfríinu.
PRENTSMIÐJA
Mánudagur 22. febrúar kl. 13 – 15
Notast verður við gel-plötur við prentun grafíkverka og tilraunir gerðar með mismunandi aðferðir prents.
SKÚLPTÚRAGERÐ
Þriðjudagur 23. febrúar kl. 13 – 15
Stór og smá, þrívíð listaverk verða til úr fjölbreyttum efnivið undir handleiðslu fagfólks.
Viður, pappír, textíll, snæri, garn, lím, sprek og allskonar girnilegur efniviður að moða úr og skapa.
Nánari upplýsingar má finna á facebook síðu Hafnarborgar og www.hafnarborg.is
The post HAFNARBORG: Listasmiðjur í vetrarfríi appeared first on sím.