Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Laugardaginn 23. janúar 2021
Kl. 11:00 – 13:00
Til að fagna útgáfu myndasögunnar Brazen eða Eldhugar eins og hún heitir á íslensku (AM Forlag gefur út), mun Atla Hrafney, formaður Íslenska myndasögufélagsins halda myndasögunámskeið byggt á verkinu! Höfundur Eldhuga er Pénélope Bagieu en sagan kom fyrst út á frönsku árið 2016 undir titlinum Les Culottés: Des Femmes Qui ne Font Que ce Qu’elles Veulent.
Á námskeiðinu verður farið yfir styrkleika myndasögunnar sem miðils þegar kemur að sjálfstjáningu, sérstaklega þegar kemur að tjáningu á kyngervi, kynhneigð og öðrum málefnum sem svo oft standa okkur nærri.
Við komum saman á 5. hæð Borgarbókasafnsins í Grófinni og byrjum á að horfa á 5 stuttar myndir úr teiknimyndaseríunni um Eldhugana áður en námskeiðið hefst. Teiknimyndirnar eru á frönsku með íslenskum texta en námskeiði verður haldið á ensku og íslensku.
Þessi viðburður er hluta af dagskrá sem unnin var með Franska sendiráðinu og Alliance Française í Reykjavík með stuðningi frá UNESCO Bókmenntaborginni Reykjavík.

Námskeiðið hentar fullorðnum og ungmennum.
Skráning hér
Facebook
Atla Hrafney
Formaður Íslenska myndasögufélagsins
Martyna Karolina Daniel
Sérfræðingur – Fjölmenningaramál
Martyna.Karolina.Daniel@reykjavik.is
The post Myndasögunámskeið: Kyntjáning og myndasögur appeared first on sím.