Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

LISTASAFN ASÍ: BIBENDUM 2020-2021

$
0
0

Föstudaginn 11. desember 2020 voru opnaðar tvær sýningar í nýrri sýningaröð Listasafns ASÍ. Sýningarnar eru ný tegund vinnustaðasýninga; Bibendum-sýningar á dekkjaverkstæðum.

Sýning Eyglóar Harðardóttur VÍSBENDINGAR opnaði kl. 15 föstudaginn 11. desember á Gúmmívinnustofunni Skipholti 35.

og sýning Kristínar Gunnlaugsdóttur GIMSTEINAR opnaði kl. 16 sama dag á verkstæði Nesdekks Fiskislóð 30.

Sýningarnar standa til 28. febrúar 2021.

Bibendum-sýningarnar eru ný tegund vinnustaðasýninga hjá Listasafni ASÍ, þ.e. myndlistarsýningar á dekkjaverkstæðum. Sýningarnar eru settar upp í samvinnu við eigendur og starfsmenn viðkomandi dekkjaverkstæðis. Gefin er út póstkorta-sería fyrir hverja sýningu.

Hugmyndin að þessum nýju vinnustaðasýningum kemur upphaflega frá starfsmönnum Lögfræði- og Hagdeilda ASÍ sem vildu víkka út svið vinnustaðasýninga safnsins og gera tilraun til að ná til breiðari hóps á vinnumarkaði. Þeir töldu myndlistarsýningar á vinnustöðum, sem bjóða starfseminnar vegna upp á takmarkaða möguleika fyrir myndlist, sérstaklega áhugaverðar.

Á sýningu Eyglóar Vísbendingar eru þrjú ný verk sem hún vinnur inn í rýmið með beinum og óbeinum vísunum í heim vinnustaðarins. Á sýningu Kristínar Gimsteinar eru fjögur verk, þar af tvö ný. Kristín leggur áherslu á að skapa spennu milli verkanna og þess sem fram fer á verkstæðinu. Báðar flétta þær verkin inn í umhverfi dekkjaverstæðisins og gera myndlistina að kærkominni og eðlilegri viðbót við það sem fyrir er.

Nánari upplýsingar gefur Elísabet Gunnarsdóttir safnstjóri s. 868 1845 netf. elisabet@listasafnasi.is

Eygló Harðardóttir s. 691 7929 – netf. eyglo.hard@simnet.is

Kristín Gunnlaugsdóttir s. 694 7870 – netf. kgg@islandia.is

Ljósmyndir: Vigfús Birgisson

Grafísk hönnun: Arnar & Arnar

www.nesdekk.is

www.gummivinnustofan.is   

www.listasafnasi.is

BIBENDUM 2020-2021
Eygló Harðardóttir (1964 – )
VÍSBENDINGAR
Gúmmívinnustofan Skipholti 35, 105 R.
11.12 2020 – 28.02 2021  

,,Á hjólbarðaverkstæði hafa aðgerðirnar skýran tilgang. Vinna sem skapast af nauðsyn og kraftar sem hæfa tilefninu. Myndlistin á stefnumót við þennan heim; glíman við efnið og gerð verkanna skapar tilgang í sjálfu sér. Aðgerð kallar á þá næstu þar til listaverkið öðlast sitt eigið gangverk. Útkoman byggir ekki á rökum heldur vísbendingum og innsæi. Verkin fengu á sig mynd sem tók mið af ýmsum kennileitum verkstæðisins þar sem hlutum er raðað upp á praktískan hátt með áberandi fagurfræðilegum undirtóni.‘‘ Eygló Harðardóttir – eyglohardardottir.net

BIBENDUM 2020-2021
Kristín Gunnlaugsdóttir (1963 – )
GIMSTEINAR
Nesdekk Fiskislóð 30, 101 R. 
11.12 2020 – 28.02 2021

,,Mig hefur lengi langað að sýna gullverkin mín á dekkjaverkstæði, einu af helgum véum karlmennskunnar. Lítil verk með 23 kt blaðgulli, unnin með aðferðum hámenningar miðalda þar sem konan var gerð heilög og ósnertanleg. Aðferðin er sú sama en hér eru þau unnin með berorðu myndmáli nútímakonunnar sem setur sig í samhengi og jafnframt spennu við heim karlmannsins. Þarna glittir í aðra veröld innan um tvist, olíur og gúmmídekk í hrjúfu vinnumhverfi. Nektarmyndir á dagatölum hafa lengi verið algeng veggskreyting á karllægum vinnustöðum en sú hefð er sett í annað samhengi þegar verk sem kona gerir um sjálfa sig og kvenlíkamann birtast innan um grófgerð tól og tæki karlasamfélagsins.‘‘

Kristín Gunnlaugsdóttir – kristing.is

The post LISTASAFN ASÍ: BIBENDUM 2020-2021 appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356