Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

GALLERÍ KÚPA: Jón Sæmundur – Jónsmessa

$
0
0

Núna stendur yfir sýningin Jónsmessa í Gallerí Kúpu við Laugaveg 29b. Þar getur á að líta ný verk eftir listamanninn Jón Sæmund Auðarson. Galleríið er opið frá kl 13:00 til 18:00. Jólaopnun tekur gildi fimmtudaginn 17. desember og verður þá opið til kl. 22:00 fram til jóla.
Hægt er að panta yfirferð með því að hafa samband við Jón Sæmund í síma: 8456822 og með tölvupósti á nonni@dead.is

Árið 2020 er senn á enda. Árið sem kórónuvírusinn fór eins og eldur í sinu um heimsbyggðina og varð þess valdandi að við mannfólkið neyddumst til að draga okkur í hlé. Staldra við. Fljótlega eftir að kórónavírusinn lét fyrst á sér kræla í byrjun árs, ákvað Jón Sæmundur að loka dyrunum að galleríinu víð Laugaveginn. Draga sig í hlé og sýna varkárni. Einbeita sér að listsköpun í næðinu. Leyfa huganum að fara á flug meðan allt flug lá niðri. Leika sér og mála. Kær leikur.
Úr þessu listakófi komu ný málverk og eitt stykki nýtt gallerí – Gallerí Kúpa. Enn einn angi frá því frjósama fyrirbæri sem Dead konsept Jóns Sæmundar hefur verið. Meðal þess sem það hefur getið af sér er Dead Gallery/Studio, Nonnabúð, Dead Skeletons og nú Gallerí Kúpa.
Jón Sæmundur opnar nú dyr sínar aftur upp á gátt og býður fólki að skyggnast inn í kúpuna – í dauðaþögnina – þar sem verkin tala. Til sýnis verða bæði ný málverk, lágmyndir, myndband og skúlptúrar.

Verið hjartanlega velkomin í Gallerí Kúpu. Munið eftir grímum og góða skapinu. Sýningin verður opin frá 12. desember til 31. desember.

The post GALLERÍ KÚPA: Jón Sæmundur – Jónsmessa appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356