Þula kynnir til leiks síðustu einkasýningu 2020, en það er Tolli Morthens sem mun sýna vatnslitaverk sín.
Það er kominn meira en áratugur síðan við sáum síðast vatnslitaverk frá Tolla og við erum sérstaklega spennt að deila með ykkur þessum fallegu og litríku myndum.
Þær voru málaðar úti í náttúrunni og má sjá á þeim sumum þess merki, t.d. rigningardropa sem læddust aftan að listamanninum þegar hann var djúpt sokkinn í landslagið með pensil í hönd.

“Myndirnar eru málaðar yfir sumar og haust á Íslandi 2020. Vatnið í myndirnar kemur úr lækjum, ám eða vötnum og tjörnum sem liggja næst viðfangsefninu. Birtan og skuggar árstíðanna er sú áskorun sem ég tekst á við. Það er gaman að læra á samspil pappírsins og vatnsins við gerð myndanna, að finna að það ræður fær. Ég get aðeins fengið að vera samferða þegar ég legg því til liti og skammta inn blauta og þurra fleti fyrir vatnið til að ferðast á. Maður velur sér stað og stund úti í nátúrunni til þess að mála vatnslitamyndir.”
Sökum fjöldatakmarkana höfum við ákveðið að nýta okkur tæknina og streyma opnuninni á samfélagsmiðlinum Facebook live, laugardaginn 14. nóvember klukkan 14:00 í gegnum eventinn hjá Þulu sem má finna undir nafninu ” Tolli – Landflæði ”

Sala og sýning á verkunum verður eingöngu í gegnum netið á opnunardegi en eftir það verður hægt að skoða sýninguna í Þulu, sem verður opin líkt og venjulega, miðvikudag-sunnudag frá 14:00-18:00.
Sýningin stendur yfir 14.nóv – 6.des.
linkur á viðburðinn
https://www.facebook.com/events/2810676572589668

The post Tolli opnar sýninguna Landflæði í Þulu appeared first on sím.