Bókverkasýningu í Þjóðarbókhlöðunni við Arngrímsgötu lýkur sunnudaginn 20.september
Bókverkasýningunni JAÐARLÖND/ BORDERLANDS, sem bókverkafélagið ARKIR stendur að ásamt Listahátíð og Landsbókasafni/Háskólabókasafni í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar, lýkur sunnudaginn 20. september.
Þarna sýna 10 íslenskir og 6 erlendir listamenn um 50 bókverk.
Um helgina verða listamenn á staðnum og veita leiðsögn milli kl 15 og 17, báða dagana. https://arkir.art/jadarlond-borderlands/
Þessa seinustu daga sýningarinnar er Þjóðarbókhlaðan opin sem hér segir: fimmtudag 8:15-22:00 / föstudag 8:15-19:00 / laugardag 10:00-17:00 / sunnudag 11:00-17:00



The post sýningarlok í Þjóðarbókhlöðu appeared first on sím.