Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

“Fjarski og nánd. Íslensk samtímaljósmyndun” opnar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur

$
0
0

Þann 20. september verður sýningin Fjarski og nánd. Íslensk samtímaljósmyndun opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Á sýningunni Fjarski og nánd. Íslensk samtímaljósmyndun, heyrast raddir ýmissa þeirra sem sett hafa svip sinn á íslenska samtímaljósmyndun undanfarna tvo áratugi. Hér er gestum boðið að „sjá meira“ og velta fyrir sér hvað gerist þegar lengi er horft á ljósmyndir. Myndirnar hafa verið valdar út frá þeim forsendum að hver einstök mynd talar á sinn sérstaka hátt inn í samtímann. Sumar sýna raunveruleikann á beinskeyttan hátt á meðan aðrar rugla okkur í ríminu. Allar vekja þær til umhugsunar um málefni líðandi stundar og taka ákveðna afstöðu til lífsins og samfélagsins sem við og þær eru hluti af.

Sýningin er sett saman í tengslum við efni bókarinnar Fegurðin er ekki skraut. Íslensk samtímaljósmyndun. Ritstjórar: Sigrún Alba Sigurðardóttir og Æsa Sigurjónsdóttir, Reykjavík: FíSL / Fagurskinna, 2020, 328 bls.

Hallgerður Hallgrímsdóttir, án titils, 2012

Vegna samkomubanns verður engin formleg opnun.

Sýningarstjóri: Æsa Sigurjónsdóttir. Eftirfarandi listamenn eiga verk á sýningunni:

Agnieszka Sosnowska
Bára Kristinsdóttir
Bjargey Ólafsdóttir
Bragi Þór Jósefsson
Claudia Hausfeld
Daníel Þorkell Magnússon
Einar Falur Ingólfsson
Guðmundur Ingólfsson
Gunnhildur Hauksdóttir
Hallgerður Hallgrímsdóttir
Katrín Elvarsdóttir
Kristinn Ingvarsson
Kristleifur Björnsson
Orri
Pétur Thomsen
Spessi

Sýningin er unnin í samstarfi við Félag íslenskra samtímaljósmyndara.

Sýningin stendur til 10. janúar 2021.

Nánari upplýsingar á vefsíðu safnsins hér.

The post “Fjarski og nánd. Íslensk samtímaljósmyndun” opnar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356