Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Stúdíóheimsóknir frá Bandaríkjunum

$
0
0

Í mars koma hingað góðir gestir frá Bandaríkjunum til að kynnast íslenskri samtímamyndlist, þau Jean Robertson, Craig McDaniel og Stefan Petranek. Þau hafa áhuga á að heimsækja listamenn á vinnustofur þeirra til að skoða list þeirra og kynnast þeim.

Áætlað er að heimsóknir fari fram miðvikudaginn 11. mars frá 13–17 og föstudaginn 13. mars frá 9–13.

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða þeim í heimsókn vinsamlegast sendið inn myndir af verkum og ferilskrá á ensku á netfangið sim@sim.is fyrir föstudaginn 28.febrúar 2020.

Jean Robertson er prófessor í listfræði við Herron School of Art and Design við Indianaháskóla.

Craig McDaniel er prófessor í myndlist við sama skóla.

Stefan Petranek er aðstoðarrektor og prófessor í ljósmyndun og miðlun við sama skóla. Jean og Craig hafa meðal annars gefið út bækurnar Themes of Contemporary Art: Visual Art after 1980 (4. útg, 2017) og Spellbound: Rethinking the Alphabet (2016)

The post Stúdíóheimsóknir frá Bandaríkjunum appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356