Borgarbókasafnið, Borgarskjalasafnið og Ljósmyndasafnið Grófinni, Tryggvagötu 15. Föstudagur 7. febrúar kl. 18:00-23:00.
Dagskrá Borgarbókasafnsin lýkur kl. 21:00
Verið velkomin á Þögult þrumustuð á Safnanótt. Svarthvítt og þögult kvikmyndaþema svífur yfir vötnum á Safnanótt í Grófinni og lofum við bæði dulúðlegri stemningu en líka þrumustuði. Eitthvað fyrir alla fjölskylduna!
• Spennandi flóttaleikur á vegum Reykjavík Escape þar sem þeir allra hugrökkustu þurfa að sýna mikla kænsku til að komast út. Ath að það er nauðsynlegt að skrá sig á staðnum, fyrstur kemur fyrstur fær.
• Grænskjá myndataka af þér með bakgrunni úr nokkrum velvöldum kvikmyndum. Hefur þig alltaf langað að leika í mynd eftir Steven Spielberg eða knúsa risaeðlu? Láttu það eftir þér!
• Sýning á þöglu mynd Chaplins Modern times. Þeir sem elska snjó og slyddu geta nú horft á meistaraverk Shakespears á veggnum gegnt Bókasafninu og tilvalið að taka með sér heitt kakó og stól.
• Halldór Logi Sigurðarson spilagúrú fær gesti með sér í stemningu kvikmyndarinnar The Werewolf og kennir spilið One Night Ultimate Werewolf, sem er stutt, einfalt og skemmtilegt spil fyrir 8 ára og eldri.
• Skuggaleikur með fingrum. Einfaldar leiðbeiningar á staðnum hvernig hægt er að breyta fingrunum okkar í kanínu, fugl, fiðrildi eða hvað sem er.
• Grímusmiðja í anda Charleston. Fallegar fjaðraskreyttar og dulúðugar grímur í boði fyrir þá sem vilja klæða sig upp á tyllidögum.
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

The post Þögult þrumustuð á Safnanótt appeared first on sím.