Sýningin er líkt og ómálaður strigi sem tekur sífelldum breytingum og mótast í rými frelsis og leikhvatar á meðan á sýningartímanum stendur. Listakonan verður daglega í sýningarrýminu, innblásin af bréfum Schiller, í leik og listrænu flæði.
Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 10-16. Sérstakir viðburðir, eins og upplestur, umræður, skype samtöl og hugleiðsla verða auglýstir sérstaklega á facebook síðu sýningarinnar.
Verið hjartanlega velkomin!
Formleg opnun sýningarinnar mun svo vera haldin í lok sýningartímans
og verður auglýst síðar.
Maðurinn leikur sér aðeins þegar hann er í orðsins fyllstu merkingu
manneskja og hann er aðeins að fullu manneskja þegar hann leikur sér.
(Um fagurfræðilegt uppeldi mannsins, bls. 160)
Bréf Freidrich Schiller Um fagurfræðilegt uppeldi mannsins fjalla meðal annars um fegurð, skynjun, frelsi, leikinn og hin gagnstæðu öfl skynhvatar og formhvatar. Í bréfunum talar hann um afar áhugaverða hluti eins og að leikhvötin, eða listræn reynsla, tengi manninn aftur við skynsemi og skynjun, og geti opnað augu manneskunnar fyrir fegurðinni og gert hana heila. Listin gegnir lykilhlutverki í skrifum Schiller fyrir þróun manneskjunnar í átt til heilbrigðis og frelsis.
Sigrún Gunnarsdóttir/ÚaVon (f. 1976) er íslensk listakona búsett í Reykjavík.
Teikningar hennar, gjörningar, skúlptúrar og vídeóinnsetningar endurspegla áhuga hennar á skynjun sem leið til sjálfsþekkingar. Að kanna mótív og ímyndir sem birtast í undirvitundinni, hvíla innan þessa rýmis kosmískrar sögu sem er samofin persónulegu sögunni og skapa hreyfingu í efnisheiminum, með því að holdga ferlið í form, lögun, tjáningu, jafnvel bergmál. Að vera viðstödd í ferlinu, þar sem manneskjan verður líkamlega og andlega aukin af náttúruaflinu. Augnablik innblástursins.

The post Sýning Sigrúnar ÚuVon „Ástand skynjunnar / State of perception“ | Um fagurfræðilegt uppeldi mannsins hefur opnað í SÍM salnum, Hafnarstræti 16 appeared first on sím.